Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Aðalvarðstjóri segir hraðamyndavélar hafa tryggt lægri meðalhraða á þeim svæðum sem þeim hefur verið komið upp. Vísir/Vilhelm Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“ Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“
Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira