Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 17:04 Atvikið átti sér stað í orlofshúsabyggðinni að Einarsstöðum á Austurlandi. Eining-Iðja Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17