Fótbolti

Stefna á að þrefalda áhorfendafjölda á kvennaleikjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið stefnir á að fjölga áhorfendum á kvennaleikjum umtalsvert á næstu árum.
Enska knattspyrnusambandið stefnir á að fjölga áhorfendum á kvennaleikjum umtalsvert á næstu árum. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images

Enska knattspyrnusambandið, FA, stefnir á að þrefalda áhorfendafjölda á leikjum ensku Ofurdeildarinnar fyrir árið 2024.

Færri áhorfendur mæta á leiki í kvennadeild Englands nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn, en áhorf í sjónvarpi hefur aukist til muna eftir að deildin nýr sýningarsamningur tók gildi.

Tímabilið 2020-2021 mættu að meðaltali um 3.000 áhorfendur á leiki í ensku Ofurdeildinni, en á yfirstandandi tímabili er meðaláhorfendafjöldi tæplega 2.300 manns.

En enska knattspyrnusambandið vonast til að ná þessari meðaltölu upp í 6.000 áhorfendur á næstu þrem árum, en fyrir flest lið í deildinni myndi það þýða að uppsellt væri á leiki þeirra.

„Við stefnum á það að fylla vellina sem við erum með árið 2024,“ sagði Kelly Simmons, yfirmaður kvennaknattspyrnunnar innan enska knattspyrnusambandsins.

„Fyrir faraldurinn náðum við stórum hópum á leikina á karlavöllunum og við vorum að fylla vellina á sumum af stóru leikjunum á kvennavöllunum.“

„Við viljum halda áfram að stækka. Þegar við komumst á þann stað að við byrjum að fylla vellina reglulega þá lendum við í góðu vandamáli þar sem við þurfum að fara að skoða aðra velli eða skoða aðra möguleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×