Fótbolti

Viðar Örn ekki með ís­lenska lands­liðinu vegna meiðsla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli.
Viðar Örn í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2022.

Viðar Örn meiddist er lið hans Vålerenga og Lilleström gerðu markalaust jafntefli í norsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. 

Samkvæmt frétt Fótbolti.net hefur sóknarmaðurinn því ákveðið að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu ytra í síðustu tveimur leikjum landsliðsins í undankeppni HM 2022. 

Ákveðið hefur verið að kalla ekki inn nýjan leikmann í hans stað.

Viðar Örn hefur byrjað síðustu tvo leiki landsliðsins, í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein og 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu. Alls hefur hann spilað 32 A-landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk.

Ísland mætir Rúmeníu annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.45. Á sunnudag mætast svo Norður-Makedónía og Ísland klukkan 17.00. Báðir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×