Íslensk erfðagreining og Haraldur Þorleifsson fengu frelsisverðlaun SUS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:12 Haraldur Þorleifsson (t.v.) fékk verðlaun fyrir framlag sitt til aðgengismála fatlaðs fólks og Kári Stefánsson (t.h.) forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tók við verðlaunum fyrir framlag ÍE í baráttunni gegn Covid. SUS Íslensk erfðagreining hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna í flokki lögaðila fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Verðlaunin voru afhent í gær en Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“ Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“
Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira