Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 17:40 Þóra Kristín Jónsdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega þegar liðið hóf leik gegn Rúmenum í undankeppni EuroBasket 2023. Lokatölur urðu 64-59. Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a> Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a>
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum