Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 09:46 „Það er verið að trimma hann aðeins til,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, um breytingarnar á Bónusgrísnum. Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Glöggir netverjar tóku eftir því í gær að breytingar höfðu verið gerðar á hinum sérstaka Bónusgrís og sýndist sitt hverjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir breytingarnar einfaldlega verið part af þróuninni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.Aðsend „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ segir Guðmundur, og vísar þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. Sömuleiðis vekur athygli að vinstra auga gríssins hefur verið breytt. „Hann var alltaf hálftileygður. En eins og ég segi þá er þetta partur af þessari framþróun og verið að trimma hann til.“ Guðmundur segir gamla og nýja grísinn vera mjög svipaða og að ekki sé um mikla breytingu að ræða. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma Guðmundur segir breytingarnar gerðar á sama tíma og verið sé að lengja opnunartíma verslana. Sjö verslanir verði framvegis opnar frá 10 til 20 alla daga en í flestum öðrum verslunum lengist opnunartíminn frá 18:30 til klukkan 19. Þær sjö verslanir sem verða framvegis opnar til klukkan 20 eru á Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni, Fiskislóð, Mosfellsbæ, Helluhrauni í Hafnarfirði og Langholti á Akureyri. Sömuleiðis hafa verið gerðar þær breytingar að Bónusverslanir muni opna fyrr á sunnudögum, eða klukkan 10 í stað 11. Gamli grísinn vs nýi grísinn. En eitthvað kostar þetta nú að gera allar þessar breytingar á grísnum og þá útliti verslana? „Já, það er ekkert frítt. Það er bara svoleiðis. Við erum byrjuð á að breyta útlitinu í Skeifunni og Smáratorgi og við stefnum á að klára þessa vinnu á næstu tólf mánuðum. Við erum þekkt fyrir ekkert bruðl svo við munum endurnýta eins mikið af þeim skiltaflötum sem fyrir eru og hægt er. Þeir verða endurmerktir flestir. Við erum því ekki að bruðla með efnið.“ Guðmundur segir að Bónus sé að svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma. „Þetta er sú kvörtun sem við fáum hvað mest. En við erum kostnaðaríhaldssöm og opnunartími er partur af kostnaði. En með því að halda opnunartímanum innan skynsemismarka – við erum ekki að lengja hann mikið – þá teljum við okkur geta framkvæmt þetta án þess að hækki mikið hjá okkur kostnað. Verðlag mun því ekki breytast út af þessari breytingu. Með þessu erum við þá líka að reyna að nýta fasteignir okkar betur,“ segir Guðmundur. Ekki allir sáttir Netverjar tóku einhverjir eftir breytingunni þegar Bónus uppfærði samfélagsmiðla sína og sýndist sitt hverjum eins og sjá má að neðan. Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— (@siggioddss) November 11, 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Glöggir netverjar tóku eftir því í gær að breytingar höfðu verið gerðar á hinum sérstaka Bónusgrís og sýndist sitt hverjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir breytingarnar einfaldlega verið part af þróuninni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.Aðsend „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ segir Guðmundur, og vísar þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. Sömuleiðis vekur athygli að vinstra auga gríssins hefur verið breytt. „Hann var alltaf hálftileygður. En eins og ég segi þá er þetta partur af þessari framþróun og verið að trimma hann til.“ Guðmundur segir gamla og nýja grísinn vera mjög svipaða og að ekki sé um mikla breytingu að ræða. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma Guðmundur segir breytingarnar gerðar á sama tíma og verið sé að lengja opnunartíma verslana. Sjö verslanir verði framvegis opnar frá 10 til 20 alla daga en í flestum öðrum verslunum lengist opnunartíminn frá 18:30 til klukkan 19. Þær sjö verslanir sem verða framvegis opnar til klukkan 20 eru á Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni, Fiskislóð, Mosfellsbæ, Helluhrauni í Hafnarfirði og Langholti á Akureyri. Sömuleiðis hafa verið gerðar þær breytingar að Bónusverslanir muni opna fyrr á sunnudögum, eða klukkan 10 í stað 11. Gamli grísinn vs nýi grísinn. En eitthvað kostar þetta nú að gera allar þessar breytingar á grísnum og þá útliti verslana? „Já, það er ekkert frítt. Það er bara svoleiðis. Við erum byrjuð á að breyta útlitinu í Skeifunni og Smáratorgi og við stefnum á að klára þessa vinnu á næstu tólf mánuðum. Við erum þekkt fyrir ekkert bruðl svo við munum endurnýta eins mikið af þeim skiltaflötum sem fyrir eru og hægt er. Þeir verða endurmerktir flestir. Við erum því ekki að bruðla með efnið.“ Guðmundur segir að Bónus sé að svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma. „Þetta er sú kvörtun sem við fáum hvað mest. En við erum kostnaðaríhaldssöm og opnunartími er partur af kostnaði. En með því að halda opnunartímanum innan skynsemismarka – við erum ekki að lengja hann mikið – þá teljum við okkur geta framkvæmt þetta án þess að hækki mikið hjá okkur kostnað. Verðlag mun því ekki breytast út af þessari breytingu. Með þessu erum við þá líka að reyna að nýta fasteignir okkar betur,“ segir Guðmundur. Ekki allir sáttir Netverjar tóku einhverjir eftir breytingunni þegar Bónus uppfærði samfélagsmiðla sína og sýndist sitt hverjum eins og sjá má að neðan. Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— (@siggioddss) November 11, 2021
Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira