Líður bara vel með að missa metið: „Svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 09:00 Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti í fótbolta karla, gegn Portúgal á EM 2016, og fagnaði því vel. EPA/SERGEY DOLZHENKO „Mér finnst þetta bara gaman og samgleðst þeim sem ná að upplifa það sem ég náði að upplifa,“ segir Rúnar Kristinsson eftir að hafa misst landsleikjamet sitt í hendur Birkis Bjarnasonar í gær. Birkir lék sinn 105. A-landsleik þegar hann spilaði gegn Norður-Makedóníu í gær og tók þar með fram úr Rúnari sem lék sinn 104. landsleik árið 2004. Birkir Már Sævarsson er svo skammt á eftir þeim með 103 leiki. Þeir þrír eru þeir einu sem náð hafa hundrað A-landsleikjum fyrir karlalandsliðið í fótbolta. „Mér líður bara vel með það að missa metið og hef ekki haft nokkrar áhyggjur af því. Ég hef bara gaman af því og gleðst fyrir hönd þeirra sem ná þessum áfanga og hafa fengið tækifæri til að spila í svona mörg ár fyrir sína þjóð. Þetta er heiður fyrir alla og það sýnir úr hverju þessir strákar eru gerðir að vera að ná þessu. Ég óska þeim innilega til hamingju,“ segir Rúnar. Ekkert að baða sig í sviðsljósinu en vinnur sína vinnu Rúnar lék sína 104 leiki á 17 ára tímabili en Birkir Bjarnason, sem farið hefur með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, hefur á rúmum ellefu árum náð metinu. Fleiri leikir hafa verið í boði á hverju ári fyrir Birki en voru í boði fyrir Rúnar á sínum tíma: „Það breytir því ekki að menn þurfa að hugsa vel um sig, vera alltaf í góðu standi og svo alltaf einn af þeim bestu til að vera valinn. Þessir strákar hafa sýnt það og eiga þetta svo fyllilega skilið. Þetta eru heiðarlegir strákar sem hafa lagt mikið á sig, sýnt gott fordæmi, æft vel og spilað vel, og svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni. Það er mikil vinna og dugnaður að baki þessum áfanga,“ segir Rúnar. Rúnar Kristinsson, nýbúinn að pakka Michael Ballack saman í leik í undankeppni EM 2004.Getty/Andreas Rentz Birkir Bjarnason, sem er 33 ára gamall, hefði vel getað valið norska landsliðið eftir að hafa flutt til Noregs ellefu ára gamall. Hann valdi hins vegar Ísland, lék fyrir yngri landsliðin og spilaði fyrsta A-landsleikinn gegn Andorra í maí 2010, nýorðinn 22 ára gamall. „Birki þekki ég ekki persónulega en ef maður skoðar bara það sem hann hefur áorkað á sínum ferli, og þau félög sem hann hefur spilað með, þá segir það allt um hans gæði. Hann er ekkert að reyna að baða sig í sviðsljósinu, vinnur bara sína vinnu og skilar alltaf sínu. Hann er búinn að vera frábær í báðum keppnunum fyrir okkur, EM 2016 og HM 2018, og auðvitað öllum undankeppnunum líka. Algjör lykilmaður í þessu liði,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason nælir í afar mikilvæga vítaspyrnu í leik gegn Hollandi í Amsterdam, í undankeppni EM 2016. Hann fékk einnig víti í heimaleiknum gegn Hollandi í sömu keppni en sigrarnir á Hollandi réðu miklu um að Ísland kæmist á sitt fyrsta stórmót.Getty „Eiginleiki sem hefur nýst landsliðinu ofboðslega vel“ „Hann er með mjög skemmtilegan leikstíl. Er ekkert að gera allt of „fansí“ hluti en gerir einfalda hluti mjög vel. Hann hefur alltaf hlaupið mikið og hlaupið vel – verið hættulegur í vítateignum og komið að mikið af mörkum. Þegar menn eldast og læra að skýla boltanum vel þá er kannski engin leið til að taka boltann af þeim nema að brjóta á þeim. Það á við um Birki. Hann er mjög sniðugur og klókur leikmaður og hefur oft verið okkur afar dýrmætur í að skora mörk og fá vítaspyrnur, því hann getur komið sér í góðar stöður og passað vel upp á boltann. Það er mikilvægur eiginleiki sem hefur nýst íslenska landsliðinu ofboðslega vel,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason hefur leikið alla leiki Íslands á stórmótum hingað til. Hann lét Lionel Messi hafa fyrir hlutunum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018.EPA-EFE/PETER POWELL En getur Rúnar gert sér í hugarlund hvert metið verður þegar Birkir lætur gott heita, nú þegar búið er að yngja landsliðshópinn mikið upp? „Nú veit ég ekki hvað landsliðsþjálfararnir eru að hugsa og get voðalega lítið dæmt um það, en á meðan að menn eru í góðu líkamlegu ástandi og hafa getu, kraft og orku til að spila 90 mínútna landsleik og vera í deildarkeppni þess á milli, þá er engin ástæða til að henda mönnum út. Birkir á alveg möguleika á að halda áfram að bæta þetta met.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Birkir lék sinn 105. A-landsleik þegar hann spilaði gegn Norður-Makedóníu í gær og tók þar með fram úr Rúnari sem lék sinn 104. landsleik árið 2004. Birkir Már Sævarsson er svo skammt á eftir þeim með 103 leiki. Þeir þrír eru þeir einu sem náð hafa hundrað A-landsleikjum fyrir karlalandsliðið í fótbolta. „Mér líður bara vel með það að missa metið og hef ekki haft nokkrar áhyggjur af því. Ég hef bara gaman af því og gleðst fyrir hönd þeirra sem ná þessum áfanga og hafa fengið tækifæri til að spila í svona mörg ár fyrir sína þjóð. Þetta er heiður fyrir alla og það sýnir úr hverju þessir strákar eru gerðir að vera að ná þessu. Ég óska þeim innilega til hamingju,“ segir Rúnar. Ekkert að baða sig í sviðsljósinu en vinnur sína vinnu Rúnar lék sína 104 leiki á 17 ára tímabili en Birkir Bjarnason, sem farið hefur með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, hefur á rúmum ellefu árum náð metinu. Fleiri leikir hafa verið í boði á hverju ári fyrir Birki en voru í boði fyrir Rúnar á sínum tíma: „Það breytir því ekki að menn þurfa að hugsa vel um sig, vera alltaf í góðu standi og svo alltaf einn af þeim bestu til að vera valinn. Þessir strákar hafa sýnt það og eiga þetta svo fyllilega skilið. Þetta eru heiðarlegir strákar sem hafa lagt mikið á sig, sýnt gott fordæmi, æft vel og spilað vel, og svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni. Það er mikil vinna og dugnaður að baki þessum áfanga,“ segir Rúnar. Rúnar Kristinsson, nýbúinn að pakka Michael Ballack saman í leik í undankeppni EM 2004.Getty/Andreas Rentz Birkir Bjarnason, sem er 33 ára gamall, hefði vel getað valið norska landsliðið eftir að hafa flutt til Noregs ellefu ára gamall. Hann valdi hins vegar Ísland, lék fyrir yngri landsliðin og spilaði fyrsta A-landsleikinn gegn Andorra í maí 2010, nýorðinn 22 ára gamall. „Birki þekki ég ekki persónulega en ef maður skoðar bara það sem hann hefur áorkað á sínum ferli, og þau félög sem hann hefur spilað með, þá segir það allt um hans gæði. Hann er ekkert að reyna að baða sig í sviðsljósinu, vinnur bara sína vinnu og skilar alltaf sínu. Hann er búinn að vera frábær í báðum keppnunum fyrir okkur, EM 2016 og HM 2018, og auðvitað öllum undankeppnunum líka. Algjör lykilmaður í þessu liði,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason nælir í afar mikilvæga vítaspyrnu í leik gegn Hollandi í Amsterdam, í undankeppni EM 2016. Hann fékk einnig víti í heimaleiknum gegn Hollandi í sömu keppni en sigrarnir á Hollandi réðu miklu um að Ísland kæmist á sitt fyrsta stórmót.Getty „Eiginleiki sem hefur nýst landsliðinu ofboðslega vel“ „Hann er með mjög skemmtilegan leikstíl. Er ekkert að gera allt of „fansí“ hluti en gerir einfalda hluti mjög vel. Hann hefur alltaf hlaupið mikið og hlaupið vel – verið hættulegur í vítateignum og komið að mikið af mörkum. Þegar menn eldast og læra að skýla boltanum vel þá er kannski engin leið til að taka boltann af þeim nema að brjóta á þeim. Það á við um Birki. Hann er mjög sniðugur og klókur leikmaður og hefur oft verið okkur afar dýrmætur í að skora mörk og fá vítaspyrnur, því hann getur komið sér í góðar stöður og passað vel upp á boltann. Það er mikilvægur eiginleiki sem hefur nýst íslenska landsliðinu ofboðslega vel,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason hefur leikið alla leiki Íslands á stórmótum hingað til. Hann lét Lionel Messi hafa fyrir hlutunum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018.EPA-EFE/PETER POWELL En getur Rúnar gert sér í hugarlund hvert metið verður þegar Birkir lætur gott heita, nú þegar búið er að yngja landsliðshópinn mikið upp? „Nú veit ég ekki hvað landsliðsþjálfararnir eru að hugsa og get voðalega lítið dæmt um það, en á meðan að menn eru í góðu líkamlegu ástandi og hafa getu, kraft og orku til að spila 90 mínútna landsleik og vera í deildarkeppni þess á milli, þá er engin ástæða til að henda mönnum út. Birkir á alveg möguleika á að halda áfram að bæta þetta met.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01