Bucks tapaði, Warriors óstöðvandi, Lakers ömurlegt og Evrópumenn í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 09:30 Stephen Curry var með sýningu í nótt. 40 stig, þar af 27 úr þriggja stiga skotum. Ezra Shaw/Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem alls fóru fram 11 leikir. Milwaukee Bucks lá gegn Boston Celtics, Golden State Warriors eru á góðu skriði en þeir rúlluðu yfir Chicago Bulls og þá tapaði Los Angeles Lakers fyrir slöku liði Minnesota Timberwolves. Þá voru stóru nöfnin frá Evrópu með tvöfalda þrennu í sigrum Denver Nuggets og Dallas Mavericks. Meistarar Milwaukee hafa ekki byrjað tímabilið sérstaklega vel og svipaða sögu er að segja af Boston Celtics. Það hjálpaði meisturunum ekki að vera án Giannis Antetokounmpo en hann er besti leikmaður liðsins og mögulega deildarinnar í heild. Leikurinn var samt sem áður hörkuskemmtun og mjög spennandi frá upphafi til enda. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 108-108 og því þurfti að framlengja. Þar reyndust Boston sterkari aðilinn og unnu að lokum níu stiga sigur, lokatölur 122-113. Schroder (38 PTS) went off in Boston's OT win pic.twitter.com/An0ForeMur— NBA TV (@NBATV) November 13, 2021 Dennis Schröder var stigahæstur í liði Celtics með 38 stig en þar á eftir kom Jayson Tatum með 27 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Bobby Portis var stigahæstur hjá Bucks með 22 stig, þá skoraði Jrue Holiday 17 stig og gaf 13 stoðsendingar. Golden State Warriors höfðu unnið 10 af 11 leikjum sínum á leiktíðinni er þeir mættu spræku liði Bulls í nótt. Það reyndist engin fyrirstaða er Warriors unnu einkar þægilegan 26 stiga sigur, 119-93 lokatölur. Stephen Curry var gjörsamlega sjóðandi heitur í nótt en hann skoraði 40 stig í leiknum. Hjá Bulls var Zach LaVine stigahæstur með 23 stig. 40 points.9 threes.Regular @StephenCurry30 things.Steph's NBA-best 3rd 40-point game of the season leads the @warriors to an NBA-best 11-1 record! pic.twitter.com/2v3hhVz4Va— NBA (@NBA) November 13, 2021 Los Angeles Lakers er enn án LeBron James og liðið heldur áfram að eiga í vandræðum með lélegustu lið deildarinnar. Að þessu sinni tapaði liðið gegn Minnesota Timberwolves sem höfðu aðeins unnið þrjá af 10 leikjum sínum til þessa á leiktíðinni. Fjórði sigurinn kom í nótt og segja má að þriðji leikhluti hafi orðið Lakers að falli, ekki í fyrsta skipti. Liðið kom illa stemmd út í síðari hálfleik, skoraði aðeins 12 stig og fékk á sig 40. Lokatölur 107-83 Timberwolves í vil og Lakers ekki í góðum málum eins og staðan er í dag. Karl-Anthony Towns var stigahæstur hjá Timberwolves með 29 stig og þar á eftir kom fyrrum Lakers-maðurinn D‘Angelo Russell með 22 stig. Hjá Lakers skoraði Anthony Davis 22 stig og Russell Westbrook kom þar á eftir með 20 stig. Triple-double for Nikola Jokic...4 straight wins for the @nuggets!22 PTS | 19 REB | 10 AST pic.twitter.com/DR5umDESz4— NBA (@NBA) November 13, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í níu stiga sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks, lokatölur 105-96. Jokić skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 19 fráköst. Á hinum enda vallarins var Trae Young með 30 stig og 9 stoðsendingar. Luka Dončić vildi ekki vera minni maður og bauð einnig upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á San Antonio Spurs, lokatölur 123-109. Dončić skoraði 32 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Luka & KP drop 32 each in the @dallasmavs win!@luka7doncic: 32p/12r/15a@kporzee: 32p/7r/3b pic.twitter.com/IJIkZ2iPA0— NBA (@NBA) November 13, 2021 Önnur úrslit Charlotte Hornets 104 – 96 New York Knicks Cleveland Cavaliers 98 – 78 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 112 – 120 Brooklyn Nets Houston Rockets 92 – 104 Portland Trail Blazers Oklahoma City Thunder 105 – 103 Sacramento Kings Memphis Grizzlies 94 – 119 Phoenix Suns San Antonio Spurs 109 – 123 Dallas Mavericks NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Milwaukee Bucks lá gegn Boston Celtics, Golden State Warriors eru á góðu skriði en þeir rúlluðu yfir Chicago Bulls og þá tapaði Los Angeles Lakers fyrir slöku liði Minnesota Timberwolves. Þá voru stóru nöfnin frá Evrópu með tvöfalda þrennu í sigrum Denver Nuggets og Dallas Mavericks. Meistarar Milwaukee hafa ekki byrjað tímabilið sérstaklega vel og svipaða sögu er að segja af Boston Celtics. Það hjálpaði meisturunum ekki að vera án Giannis Antetokounmpo en hann er besti leikmaður liðsins og mögulega deildarinnar í heild. Leikurinn var samt sem áður hörkuskemmtun og mjög spennandi frá upphafi til enda. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 108-108 og því þurfti að framlengja. Þar reyndust Boston sterkari aðilinn og unnu að lokum níu stiga sigur, lokatölur 122-113. Schroder (38 PTS) went off in Boston's OT win pic.twitter.com/An0ForeMur— NBA TV (@NBATV) November 13, 2021 Dennis Schröder var stigahæstur í liði Celtics með 38 stig en þar á eftir kom Jayson Tatum með 27 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Bobby Portis var stigahæstur hjá Bucks með 22 stig, þá skoraði Jrue Holiday 17 stig og gaf 13 stoðsendingar. Golden State Warriors höfðu unnið 10 af 11 leikjum sínum á leiktíðinni er þeir mættu spræku liði Bulls í nótt. Það reyndist engin fyrirstaða er Warriors unnu einkar þægilegan 26 stiga sigur, 119-93 lokatölur. Stephen Curry var gjörsamlega sjóðandi heitur í nótt en hann skoraði 40 stig í leiknum. Hjá Bulls var Zach LaVine stigahæstur með 23 stig. 40 points.9 threes.Regular @StephenCurry30 things.Steph's NBA-best 3rd 40-point game of the season leads the @warriors to an NBA-best 11-1 record! pic.twitter.com/2v3hhVz4Va— NBA (@NBA) November 13, 2021 Los Angeles Lakers er enn án LeBron James og liðið heldur áfram að eiga í vandræðum með lélegustu lið deildarinnar. Að þessu sinni tapaði liðið gegn Minnesota Timberwolves sem höfðu aðeins unnið þrjá af 10 leikjum sínum til þessa á leiktíðinni. Fjórði sigurinn kom í nótt og segja má að þriðji leikhluti hafi orðið Lakers að falli, ekki í fyrsta skipti. Liðið kom illa stemmd út í síðari hálfleik, skoraði aðeins 12 stig og fékk á sig 40. Lokatölur 107-83 Timberwolves í vil og Lakers ekki í góðum málum eins og staðan er í dag. Karl-Anthony Towns var stigahæstur hjá Timberwolves með 29 stig og þar á eftir kom fyrrum Lakers-maðurinn D‘Angelo Russell með 22 stig. Hjá Lakers skoraði Anthony Davis 22 stig og Russell Westbrook kom þar á eftir með 20 stig. Triple-double for Nikola Jokic...4 straight wins for the @nuggets!22 PTS | 19 REB | 10 AST pic.twitter.com/DR5umDESz4— NBA (@NBA) November 13, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í níu stiga sigri Denver Nuggets á Atlanta Hawks, lokatölur 105-96. Jokić skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 19 fráköst. Á hinum enda vallarins var Trae Young með 30 stig og 9 stoðsendingar. Luka Dončić vildi ekki vera minni maður og bauð einnig upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á San Antonio Spurs, lokatölur 123-109. Dončić skoraði 32 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Luka & KP drop 32 each in the @dallasmavs win!@luka7doncic: 32p/12r/15a@kporzee: 32p/7r/3b pic.twitter.com/IJIkZ2iPA0— NBA (@NBA) November 13, 2021 Önnur úrslit Charlotte Hornets 104 – 96 New York Knicks Cleveland Cavaliers 98 – 78 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 112 – 120 Brooklyn Nets Houston Rockets 92 – 104 Portland Trail Blazers Oklahoma City Thunder 105 – 103 Sacramento Kings Memphis Grizzlies 94 – 119 Phoenix Suns San Antonio Spurs 109 – 123 Dallas Mavericks NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti