Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti