Mikil dramatík er Morata og Mitrović skutu Spáni og Serbíu á HM í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Það ætlaði allt að sjóða upp úr er Aleksandar Mitrović skaut Serbíu á HM í Katar. Carlos Rodrigues/Getty Images Spánn og Serbía tryggðu sér farseðilinn til Katar í kvöld með dramatískum sigrum. Spánn vann 1-0 sigur á Svíþjóð og Serbía kom til baka gegn Portúgal. Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira