Mikil dramatík er Morata og Mitrović skutu Spáni og Serbíu á HM í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Það ætlaði allt að sjóða upp úr er Aleksandar Mitrović skaut Serbíu á HM í Katar. Carlos Rodrigues/Getty Images Spánn og Serbía tryggðu sér farseðilinn til Katar í kvöld með dramatískum sigrum. Spánn vann 1-0 sigur á Svíþjóð og Serbía kom til baka gegn Portúgal. Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira