Í Suður-Kóreu kom nýverið upp smit á 770.000 fugla búi í Chungcheongbuk-do, þar sem slátra þurfti öllum fuglunum. Þá greindu yfirvöld í Japan frá smiti í norðausturhluta landsins í síðustu viku en í því tilviki reyndist um að ræða undirtegundina H5N8.
Í Noregi greindist H5N1 í 7.000 fugla hóp í Rogalandi og stjórnvöld í Belgíu hafa aukið viðbúnað vegna mögulegrar útbreiðslu fuglaflensu og beint því til bænda að halda alifuglum inni eftir að afar smitandi afbrigði greindist í villtri gæs í Antwerpen.
Viðbúnaður er einnig í gildi í Frakklandi og Hollandi.
Fuglaflensa getur smitast í menn ef þeir komast í snertingu við sýktan saur, fjaðrir eða kjöt.