Menning

Jón Laxdal er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verk Jóns Laxdal voru afar ljóðræn og þróuðust síðar í skúlptúra og samsetta hluti.
Verk Jóns Laxdal voru afar ljóðræn og þróuðust síðar í skúlptúra og samsetta hluti.

Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður er látin 71 árs að aldri. Akureyri.net greinir frá andláti Jóns sem fæddist á Akureyri en lést á heimili sínu í Hörgársveit föstudaginn 12. nóvember.

Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og nam síðar heimspeki við Háskóla Íslands. Hann stundaði myndlist alla tíð, var ljóðskáld og spilaði með hljómsveitum á borð við Norðanpiltar og Bjössarnir.

Myndlist Jóns hefur verið sýnd bæði hér heima og erlendis. Fram kemur í umfjöllun Akureyri.net að listaverkasafnarar í Evrópu og Bandaríkjunum hafi keypt verk hans. Þá sé myndlist eftir hann að finna í einkasöfnum víða um heim.

Jón var bæjarlistamaður Akureyrar árið 1993. Útför hans fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 27. nóvember og eru gestir beðnir um að fara í hraðpróf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×