Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið 16. nóvember 2021 21:37 Steven Bergwijn skoraði og lagði upp í sigri Hollendinga í kvöld. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 1-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og liðin reyndu að fóta sig og finna stöður til að brjóta andstæðinginn á bak aftur. Louis van Gaal, þjálfari Hollendinga, fylgdist með leiknum ofan úr stúku þar sem hann sat í hjólastól og gaf skipanir í gegnum síma. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að brjóta ísinn fyrir hálfleik og því var staðan markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var raunar ekki fyrr en að rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka að fyrsta mark leiksihns leit dagsins ljós. Þá komust Hollendingar í álitlega stöðu rétt fyrir utan vítateig Norðmanna þar sem Arnaut Danjuma renndi boltanum til hliðar og Steven Bergwijn mætti á ferðinni og hamraði boltanum upp í þaknetið. Bergwijn var svo aftur á ferðinni þegar hann slapp einn í gegn í uppbótartíma. Hann var óeigingjarn og fann liðsfélaga sinn, Memphis Depay, sem var kominn einn á móti marki og eftirleikurinn var auðveldur. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Hollendinga, en stigin þrjú tryggðu þeim sæti á HM 2022 sem fram fer í Katar. Norðmenn sitja hins vegar eftir með sárt ennið, því sigur Tyrkja gegn Svartfellingum þýðir að Tyrkir fara í umspil, en Norðmenn verða að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. HM 2022 í Katar
Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 1-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og liðin reyndu að fóta sig og finna stöður til að brjóta andstæðinginn á bak aftur. Louis van Gaal, þjálfari Hollendinga, fylgdist með leiknum ofan úr stúku þar sem hann sat í hjólastól og gaf skipanir í gegnum síma. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að brjóta ísinn fyrir hálfleik og því var staðan markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var raunar ekki fyrr en að rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka að fyrsta mark leiksihns leit dagsins ljós. Þá komust Hollendingar í álitlega stöðu rétt fyrir utan vítateig Norðmanna þar sem Arnaut Danjuma renndi boltanum til hliðar og Steven Bergwijn mætti á ferðinni og hamraði boltanum upp í þaknetið. Bergwijn var svo aftur á ferðinni þegar hann slapp einn í gegn í uppbótartíma. Hann var óeigingjarn og fann liðsfélaga sinn, Memphis Depay, sem var kominn einn á móti marki og eftirleikurinn var auðveldur. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Hollendinga, en stigin þrjú tryggðu þeim sæti á HM 2022 sem fram fer í Katar. Norðmenn sitja hins vegar eftir með sárt ennið, því sigur Tyrkja gegn Svartfellingum þýðir að Tyrkir fara í umspil, en Norðmenn verða að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu.