„Guðný er ekki sú eina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2021 06:57 Kristinn var tíður gestur á heimili Margrétar þegar hún bjó á Akranesi sem barn. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“ Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“
Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira