Fátt bendi til að markaðurinn sé farinn að kólna Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 10:04 Spenna er áfram á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli september og október sem er meiri hækkun en sást mánuðinn á undan. Íbúðaverð hækkaði um 1,2% milli ágúst og september en síðastliðna þrjá mánuði hefur verð hækkað um 4,3%. Þetta sýnir ný mæling Þjóðskrár sem mælir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur nú hækkað um 8,2% síðasta hálfa árið og 17,1% síðastliðna tólf mánuði. Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að raunverð sé farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Vegin árshækkun mælist nú 17,1% og hækkar um 0,5 prósentustig frá fyrri mánuði. Hagfræðideild Landsbankans telur að ró muni færast yfir íbúðamarkaðinn á næstu misserum. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birting vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fjölbýli hækkaði um 1,6% milli mánaða í október og sérbýli um 0,5%. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21% og fjölbýlis 15,8%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er óvenjulítil en frá því í mars hefur sérbýli að jafnaði hækkað um rúm 2% milli mánaða. Hækkunin á fjölbýli er hins vegar sú mesta milli mánaða síðan í apríl á þessu ári og eykst um 0,4 prósentustig frá fyrri mánuði. Aðgerðir Seðlabanka haft takmörkuð áhrif Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur kaupmáttarþróun launa ekki haldið í við raunverðsþróun íbúða sem sé vísbending um að kaupendahópurinn sem hafi efni á dýrari íbúðum fari minnkandi. Lægri íbúðalánavextir vegi þó á móti og hafa gert það að verkum að greiðslubyrði húsnæðislána hafi lækkað. Sú staða eigi þó eftir að breytast eftir því sem vextir Seðlabankans hækka. „Það virðist fátt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé farinn að kólna á þessari stundu en Seðlabankinn hefur gripið til fjölmargra aðgerða, síðast í morgun með 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Enn sem komið er virðast aðgerðirnar ekki hafa haft veruleg áhrif á verðþróunina,“ segir í hagsjá Landsbankans. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Þetta sýnir ný mæling Þjóðskrár sem mælir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur nú hækkað um 8,2% síðasta hálfa árið og 17,1% síðastliðna tólf mánuði. Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að raunverð sé farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Vegin árshækkun mælist nú 17,1% og hækkar um 0,5 prósentustig frá fyrri mánuði. Hagfræðideild Landsbankans telur að ró muni færast yfir íbúðamarkaðinn á næstu misserum. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birting vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fjölbýli hækkaði um 1,6% milli mánaða í október og sérbýli um 0,5%. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21% og fjölbýlis 15,8%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er óvenjulítil en frá því í mars hefur sérbýli að jafnaði hækkað um rúm 2% milli mánaða. Hækkunin á fjölbýli er hins vegar sú mesta milli mánaða síðan í apríl á þessu ári og eykst um 0,4 prósentustig frá fyrri mánuði. Aðgerðir Seðlabanka haft takmörkuð áhrif Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur kaupmáttarþróun launa ekki haldið í við raunverðsþróun íbúða sem sé vísbending um að kaupendahópurinn sem hafi efni á dýrari íbúðum fari minnkandi. Lægri íbúðalánavextir vegi þó á móti og hafa gert það að verkum að greiðslubyrði húsnæðislána hafi lækkað. Sú staða eigi þó eftir að breytast eftir því sem vextir Seðlabankans hækka. „Það virðist fátt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé farinn að kólna á þessari stundu en Seðlabankinn hefur gripið til fjölmargra aðgerða, síðast í morgun með 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Enn sem komið er virðast aðgerðirnar ekki hafa haft veruleg áhrif á verðþróunina,“ segir í hagsjá Landsbankans.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07