Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:54 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði. „Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
„Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06