Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:54 Orkuveitan áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila . Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila .
Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira