Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 17:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir margt enn óljóst um nýjasta afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00
Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38