Réttindabarátta grænu banananna Anna Karín Lárusdóttir skrifar 29. nóvember 2021 16:00 „Ég vil líka taka þetta moment og segja að það voru mistök á sínum tíma að taka að mér hlutverk Græna Bananans í Ávaxtakörfunni. Ég er bersýnilega ekki banani og það hefði átt að hleypa öðrum að borðinu þarna.“ Þetta ritar einn sniðugur samferðamaður minn á Facebook. Brandarann skrifar hann við frétt um leikarann Eddie Redmayne þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa tekið að sér hlutverk transkonu í kvikmyndinni The Danish Girl sem kom út árið 2015. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um málarann Lili Elbe sem var ein sú fyrsta í heiminum til að gangast undir aðgerð til að breyta kyneinkennum sínum. Mér finnst þetta bara svo góður samanburður hjá honum, en eins og allir vita hafa grænir bananar einmitt staðið í ötulli og erfiðri mannréttindabaráttu í um 70 ár. Grænir bananar hafa verið notaðir sem aðhlátursefni í kvikmyndum, þáttum og bókmenntum og árið 2021 var slegið met í því hve margir grænir bananar hafa verið myrtir á árinu, frá upphafi mælinga. Ég held að mér sé óhætt að segja að enn ríkir mikil transfóbía í heiminum. Trans fólk verður fyrir ofbeldi á hverjum degi. Andlegu, kerfisbundnu, félagslegu, kynferðislegu og líkamlegu. Ofbeldið lýsir sér í útskúfun, hatursorðræðu, gaslýsingu og hótunum. Lítið er gert úr upplifun þeirra og sumstaðar standa lagaleg réttindi trans fólks oft í vegi fyrir því að þau fái að lifa í sínu rétta kynhlutverki. Þau verða fyrir barsmíðum og í verstu tilfellunum eru þau myrt. En hverjir eru það sem beita trans fólk ofbeldi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé ekki annað trans- eða kynsegin fólk, heldur að það sé að mestu leyti sískynja fólk. Sískynja eða sís er notað um fólk sem upplifir sig tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Tímarnir eru að breytast. Samfélagið gerir nú þá kröfu um að við stöldrum aðeins við og búum til rými fyrir minnihlutahópa sem hingað til hafa ekki fengið pláss. Þetta á einnig við innan kvikmyndaiðnaðarins. Konur eru nýlega farnar að fá meira rými í kvikmyndagerð. Reyndar finnst sumum körlum þeir jafnvel ekki fá rými lengur. Karlar út, konur inn. Við erum þó ekki komin á þann stað að hinsegin fólk, fatlaðir og aðrir jaðarsettir hópar standi jafnfætis við sís karla og konur í kvikmyndagerð. Bara þvert á móti. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða sögur við kvikmyndagerðarfólk megum segja. Megum við segja hvaða sögu sem er? Mega kannski hvítir karlar bara gera kvikmyndir um hvíta karla? Auðvitað ekki. Það væri glatað að mínu mati. Á meðan staðan er enn sú að það eru mestmegnis karlar sem segja sögurnar, er mikilvægt að þeir segi fjölbreyttar sögur (sem þeir hafa þó haft misjafnan áhuga á, en það er önnur saga). Það þýðir samt ekki að því fylgi ekki ábyrgð. Það þýðir ekki að það sé í lagi að vaða áfram og segja söguna eins og þú heldur að hún sé. Það hlýtur að vera eðlilegt að krefjast þess að kvikmyndagerðarfólk fari í ýtarlega rannsóknarvinnu? Sem það virðist ekki hafa gert í The Danish Girl ef við lítum á þá staðreynd að Lili Elbe var ekki bara trans, heldur líka intersex. Það er ekki minnst einu orði á þá staðreynd, sem gerir lítið úr tilvist intersex fólks. Það er síðan spurning hvort það hafi verið vegna lélegrar rannsóknarvinnu eða kannski vegna þess að það hentaði ekki höfundum myndarinnar. Kvikmyndir endurspegla heiminn, en við höfum hingað til bara fengið að sjá hann út frá einu sjónarhorni. Því er gríðarlega mikilvægt að konur, hinsegin, fatlaðir og aðrir minnihlutahópar fái að segja sögur út frá sínu sjónarhorni. Það eru þó ekki aðeins handritshöfundar og leikstjórar sem segja sögurnar. Leikararnir gera það líka. Þá velti ég því fyrir mér, má hver sem er leika hvaða hlutverk sem er? Eitt sinn þótti eðlilegt að svart fólk væri leikið af hvítum leikurum. Finnst okkur það eðlilegt í dag? Trans fólk þarf að horfa upp á þann samfélagshóp sem er ábyrgur fyrir ofbeldinu gegn þeim, túlka sig í kvikmyndum. Segja þeirra sögu. Þessi samfélagshópur er svo hylltur fyrir það. Vá, hvað hann er duglegur. Vá, hvað hann er góður í að leika eitthvað sem er öðruvísi, ljótt, hinsegin. Eru kvikmyndir aðeins vettvangur fyrir leikara sem vilja sýna hvað þeir eru ótrúlega góðir í því að leika eitthvað sem er öðruvísi? Eitthvað sem er algjörlega fjarri þeirra veruleika? Jafnvel eitthvað sem þeim finnst óþægilegt og er áskorun fyrir þá? Snýst kvikmyndagerð um það? Ég skil að listamenn vilji taka ákvarðanir sem eru verki þeirra í hag. Mér finnst ekki endilega að við eigum að ráða í hlutverk út frá pólitíkinni einni. Ég skil líka alveg að þetta sé flókið hérna á Íslandi þar sem við erum fámenn þjóð. Það þýðir samt ekki að við ættum ekki að reyna. Við sís fólk getum ekki fullkomlega sett okkur í spor trans fólks og við munum aldrei skilja þau að öllu leyti. En á meðan við reynum það ekki, á meðan það ríkir þessi kerfisbundni valdamunur á milli okkar, þá finnst mér eðlilegt að sís fólk taki ekki að sér hlutverk trans fólks í kvikmyndum. Við þurfum að setja pressu á okkur um að gera betur. Við sem erum í þessari forréttindastöðu megum ekki gleyma að henni fylgir ábyrgð. Ábyrgð á því að búa til rými fyrir minnihluta- og jaðarsetta hópa til að koma með sitt sjónarhorn inn í kvikmyndagerðina. Ég þarf að taka þetta til mín líka. Ég þarf að eiga það við mig hvort ég hafi verið nógu dugleg að passa upp á fjölbreytnina hjá mér. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að kvikmyndagerðarfólk taki þetta samtal. En að gera það með því að bera saman græna banana við trans fólk, jaðarsettan minnihlutahóp, sýnir fram á ótrúlegt virðingarleysi og transfóbíu. Höfundur er kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Ég vil líka taka þetta moment og segja að það voru mistök á sínum tíma að taka að mér hlutverk Græna Bananans í Ávaxtakörfunni. Ég er bersýnilega ekki banani og það hefði átt að hleypa öðrum að borðinu þarna.“ Þetta ritar einn sniðugur samferðamaður minn á Facebook. Brandarann skrifar hann við frétt um leikarann Eddie Redmayne þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa tekið að sér hlutverk transkonu í kvikmyndinni The Danish Girl sem kom út árið 2015. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um málarann Lili Elbe sem var ein sú fyrsta í heiminum til að gangast undir aðgerð til að breyta kyneinkennum sínum. Mér finnst þetta bara svo góður samanburður hjá honum, en eins og allir vita hafa grænir bananar einmitt staðið í ötulli og erfiðri mannréttindabaráttu í um 70 ár. Grænir bananar hafa verið notaðir sem aðhlátursefni í kvikmyndum, þáttum og bókmenntum og árið 2021 var slegið met í því hve margir grænir bananar hafa verið myrtir á árinu, frá upphafi mælinga. Ég held að mér sé óhætt að segja að enn ríkir mikil transfóbía í heiminum. Trans fólk verður fyrir ofbeldi á hverjum degi. Andlegu, kerfisbundnu, félagslegu, kynferðislegu og líkamlegu. Ofbeldið lýsir sér í útskúfun, hatursorðræðu, gaslýsingu og hótunum. Lítið er gert úr upplifun þeirra og sumstaðar standa lagaleg réttindi trans fólks oft í vegi fyrir því að þau fái að lifa í sínu rétta kynhlutverki. Þau verða fyrir barsmíðum og í verstu tilfellunum eru þau myrt. En hverjir eru það sem beita trans fólk ofbeldi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé ekki annað trans- eða kynsegin fólk, heldur að það sé að mestu leyti sískynja fólk. Sískynja eða sís er notað um fólk sem upplifir sig tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Tímarnir eru að breytast. Samfélagið gerir nú þá kröfu um að við stöldrum aðeins við og búum til rými fyrir minnihlutahópa sem hingað til hafa ekki fengið pláss. Þetta á einnig við innan kvikmyndaiðnaðarins. Konur eru nýlega farnar að fá meira rými í kvikmyndagerð. Reyndar finnst sumum körlum þeir jafnvel ekki fá rými lengur. Karlar út, konur inn. Við erum þó ekki komin á þann stað að hinsegin fólk, fatlaðir og aðrir jaðarsettir hópar standi jafnfætis við sís karla og konur í kvikmyndagerð. Bara þvert á móti. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða sögur við kvikmyndagerðarfólk megum segja. Megum við segja hvaða sögu sem er? Mega kannski hvítir karlar bara gera kvikmyndir um hvíta karla? Auðvitað ekki. Það væri glatað að mínu mati. Á meðan staðan er enn sú að það eru mestmegnis karlar sem segja sögurnar, er mikilvægt að þeir segi fjölbreyttar sögur (sem þeir hafa þó haft misjafnan áhuga á, en það er önnur saga). Það þýðir samt ekki að því fylgi ekki ábyrgð. Það þýðir ekki að það sé í lagi að vaða áfram og segja söguna eins og þú heldur að hún sé. Það hlýtur að vera eðlilegt að krefjast þess að kvikmyndagerðarfólk fari í ýtarlega rannsóknarvinnu? Sem það virðist ekki hafa gert í The Danish Girl ef við lítum á þá staðreynd að Lili Elbe var ekki bara trans, heldur líka intersex. Það er ekki minnst einu orði á þá staðreynd, sem gerir lítið úr tilvist intersex fólks. Það er síðan spurning hvort það hafi verið vegna lélegrar rannsóknarvinnu eða kannski vegna þess að það hentaði ekki höfundum myndarinnar. Kvikmyndir endurspegla heiminn, en við höfum hingað til bara fengið að sjá hann út frá einu sjónarhorni. Því er gríðarlega mikilvægt að konur, hinsegin, fatlaðir og aðrir minnihlutahópar fái að segja sögur út frá sínu sjónarhorni. Það eru þó ekki aðeins handritshöfundar og leikstjórar sem segja sögurnar. Leikararnir gera það líka. Þá velti ég því fyrir mér, má hver sem er leika hvaða hlutverk sem er? Eitt sinn þótti eðlilegt að svart fólk væri leikið af hvítum leikurum. Finnst okkur það eðlilegt í dag? Trans fólk þarf að horfa upp á þann samfélagshóp sem er ábyrgur fyrir ofbeldinu gegn þeim, túlka sig í kvikmyndum. Segja þeirra sögu. Þessi samfélagshópur er svo hylltur fyrir það. Vá, hvað hann er duglegur. Vá, hvað hann er góður í að leika eitthvað sem er öðruvísi, ljótt, hinsegin. Eru kvikmyndir aðeins vettvangur fyrir leikara sem vilja sýna hvað þeir eru ótrúlega góðir í því að leika eitthvað sem er öðruvísi? Eitthvað sem er algjörlega fjarri þeirra veruleika? Jafnvel eitthvað sem þeim finnst óþægilegt og er áskorun fyrir þá? Snýst kvikmyndagerð um það? Ég skil að listamenn vilji taka ákvarðanir sem eru verki þeirra í hag. Mér finnst ekki endilega að við eigum að ráða í hlutverk út frá pólitíkinni einni. Ég skil líka alveg að þetta sé flókið hérna á Íslandi þar sem við erum fámenn þjóð. Það þýðir samt ekki að við ættum ekki að reyna. Við sís fólk getum ekki fullkomlega sett okkur í spor trans fólks og við munum aldrei skilja þau að öllu leyti. En á meðan við reynum það ekki, á meðan það ríkir þessi kerfisbundni valdamunur á milli okkar, þá finnst mér eðlilegt að sís fólk taki ekki að sér hlutverk trans fólks í kvikmyndum. Við þurfum að setja pressu á okkur um að gera betur. Við sem erum í þessari forréttindastöðu megum ekki gleyma að henni fylgir ábyrgð. Ábyrgð á því að búa til rými fyrir minnihluta- og jaðarsetta hópa til að koma með sitt sjónarhorn inn í kvikmyndagerðina. Ég þarf að taka þetta til mín líka. Ég þarf að eiga það við mig hvort ég hafi verið nógu dugleg að passa upp á fjölbreytnina hjá mér. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að kvikmyndagerðarfólk taki þetta samtal. En að gera það með því að bera saman græna banana við trans fólk, jaðarsettan minnihlutahóp, sýnir fram á ótrúlegt virðingarleysi og transfóbíu. Höfundur er kvikmyndagerðarkona.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun