Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 09:13 Málaflokkurinn heyrir undir Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi. Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira