Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira
Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24