Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 15:42 Þrír hafa nú greinst smitaðir af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15
Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10