Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2021 19:20 Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. Þingið er í nokkurri tímapressu að ljúka þremur umræðum um fjárlagafrumvarpið enda bara þrjár vikur til jóla. Það er kannski ástæða þess að nýr formaður fjárlaganefndar sendi frumvarpið til umsagnar úti í þjóðfélaginu áður en umræðan hófst og áður en fjárlaganefnd hafði komið saman, sem hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag. Þingmenn fóru hver á fætur öðrum í ræðustól og gagnrýndu þessi vinnubröð og lásu ýmislegt í þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði stjórnarflokkana vera að bregðast við því að stjórnarandstaðan hafi ekki viljað semja um lengd umræðunnar um fjárlagafrumvarpið. Halldóra Mogensen telur ríkisstjórnina hafa verið að reyna að stytta afgreiðslutíma fjárlaga með því að senda fjárlagafrumvarpið út til umsagnar áður en það kom til fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Það er verið að grafa undan aðhaldsgetu stjórnarandstöðunnar. Það er verið að grafa undan þingræðinu með skrefum. Mér finnst að forseti eigi að taka þetta fyrir og biðja formann fjárlaganefndar að koma hinað sérstaklega upp og gera grein fyrir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Halldóra og beindi orðum sínum til Birgis Ármannssonar forseta Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður fjárlaganefndar sagði þetta ekki hafa verið gert með annarleg sjónarmið í huga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nýkjörin formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla nú bara að biðjast afsökunar á þessum mistökum mínum sem formanns fjárlaganefndar. Ég tek það á mig. Mér var tjáð að þetta hefði verið venja og hefði verið í áratugi með umsagnarferli fjárlaganefndar. Síðan hefði það verið tekið fyrir á fyrsta fundi hennar hvort bæta ætti við og svo framvegis,“ sagði Bjarkey. Ítrekaði afsökunarbeiðni sína Halldóra gaf ekki mikið fyrir þessi svör formanns fjárlaganefndar. „Þau eru hrædd um það að þau séu að brenna inni á tíma með fjárlagafrumvarpið. Þannig virkar þessi leikur. Þess vegna er þetta gert og ég tek þessa afsökunarbeiðni alls ekki gilda,“ sagði Halldóra. Fleiri stjórnarandstöðuþingmenn tóku undir þetta þótt aðrir væru einnig reiðubúnir að fyrirgefa formanninum þessa yfirsjón. Eftir all nokkrar ræður kom formaðurinn aftur í ræðustól. „Alveg eins og hér hefur komið fram, þetta er vond venja hafi hún verið venja. Ég tek það algerlega til mín að þetta er ekki gott start á nefndarstörfunum. Og eins og ég segi ég get ekki gert annað en beðist afsökunar. Ég vona að í framhaldinu eigum við gott samstarf í fjárlaganefnd og ég trúi því og treysti,“ sagði Bjarkey Olsen. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið mun standa fram á kvöld og verður framhaldið á Alþingi á morgun. Það gæti því hugsanlega komist til nefndar fyrir helgi. Tvær vonarstjönur tókust á í Pallborðinu En við fengum einnig tvær kjarnakonur sem komu nýjar inn á þing í haust í beina útsendingu í Pallborðnu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þar tókust þær Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á um framtíðarsýn stjórnvalda, aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra á ýmsum sviðum, eins og í húsnæðismálum. Kristrún sagði nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til langtímaaðgerða í húsnæðismálum. „Þannig að það þyrfti ekki alltaf allt að fara í bál og brand áður en það er eitthvað gert. Það er verið að tala um harðan kjarasamningavetur. Fjármálaráðherra talar mikið um verðbólgu. Ég hef líka áhyggjur af verðbólgu en ég veit hvaðan hún kemur. Hún kemur frá íbúðamarkaðnum. Þetta eru eignarverðshækkanir og besta leiðin til að draga úr þessari launaþrýstingspressu sem mun óneitanlega koma er að setja meira fjármagn í úrræði í húsnæðismálum," sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir koma báðar með reynslu úr atvinnulífinu inn á þing fyrir Samfylkinguna annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar.Vísir/Vilhelm Guðrún sagði líka nauðsynlegt að gera skynsama kjarasamninga. Of miklar launahækkanir þrýstu einnig á verðbólguna. „Kristrúnu er svo oft tíðrætt um að húsnæðisverðið ýti á verðbólguna. Áhrifaþættir í húsnæðisverði eru fyrst og síðast nafnlaun og svo fjármagnskostnaður. Hér er alltaf verið að gagnrýna Seðlabankann fyrir að hækka vexti. Hvað er Seðlabankinn að gera? Hann er ekki að gera neitt annað en reyna að ná tökum á verðbólgunni. Sem er einmitt það sem Kristrún talar mikið um að við þurfum að gera,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Hér má horfa á Pallborðið í heild sinni. Pallborðið Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Þingið er í nokkurri tímapressu að ljúka þremur umræðum um fjárlagafrumvarpið enda bara þrjár vikur til jóla. Það er kannski ástæða þess að nýr formaður fjárlaganefndar sendi frumvarpið til umsagnar úti í þjóðfélaginu áður en umræðan hófst og áður en fjárlaganefnd hafði komið saman, sem hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag. Þingmenn fóru hver á fætur öðrum í ræðustól og gagnrýndu þessi vinnubröð og lásu ýmislegt í þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði stjórnarflokkana vera að bregðast við því að stjórnarandstaðan hafi ekki viljað semja um lengd umræðunnar um fjárlagafrumvarpið. Halldóra Mogensen telur ríkisstjórnina hafa verið að reyna að stytta afgreiðslutíma fjárlaga með því að senda fjárlagafrumvarpið út til umsagnar áður en það kom til fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Það er verið að grafa undan aðhaldsgetu stjórnarandstöðunnar. Það er verið að grafa undan þingræðinu með skrefum. Mér finnst að forseti eigi að taka þetta fyrir og biðja formann fjárlaganefndar að koma hinað sérstaklega upp og gera grein fyrir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Halldóra og beindi orðum sínum til Birgis Ármannssonar forseta Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður fjárlaganefndar sagði þetta ekki hafa verið gert með annarleg sjónarmið í huga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nýkjörin formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla nú bara að biðjast afsökunar á þessum mistökum mínum sem formanns fjárlaganefndar. Ég tek það á mig. Mér var tjáð að þetta hefði verið venja og hefði verið í áratugi með umsagnarferli fjárlaganefndar. Síðan hefði það verið tekið fyrir á fyrsta fundi hennar hvort bæta ætti við og svo framvegis,“ sagði Bjarkey. Ítrekaði afsökunarbeiðni sína Halldóra gaf ekki mikið fyrir þessi svör formanns fjárlaganefndar. „Þau eru hrædd um það að þau séu að brenna inni á tíma með fjárlagafrumvarpið. Þannig virkar þessi leikur. Þess vegna er þetta gert og ég tek þessa afsökunarbeiðni alls ekki gilda,“ sagði Halldóra. Fleiri stjórnarandstöðuþingmenn tóku undir þetta þótt aðrir væru einnig reiðubúnir að fyrirgefa formanninum þessa yfirsjón. Eftir all nokkrar ræður kom formaðurinn aftur í ræðustól. „Alveg eins og hér hefur komið fram, þetta er vond venja hafi hún verið venja. Ég tek það algerlega til mín að þetta er ekki gott start á nefndarstörfunum. Og eins og ég segi ég get ekki gert annað en beðist afsökunar. Ég vona að í framhaldinu eigum við gott samstarf í fjárlaganefnd og ég trúi því og treysti,“ sagði Bjarkey Olsen. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið mun standa fram á kvöld og verður framhaldið á Alþingi á morgun. Það gæti því hugsanlega komist til nefndar fyrir helgi. Tvær vonarstjönur tókust á í Pallborðinu En við fengum einnig tvær kjarnakonur sem komu nýjar inn á þing í haust í beina útsendingu í Pallborðnu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þar tókust þær Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á um framtíðarsýn stjórnvalda, aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra á ýmsum sviðum, eins og í húsnæðismálum. Kristrún sagði nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til langtímaaðgerða í húsnæðismálum. „Þannig að það þyrfti ekki alltaf allt að fara í bál og brand áður en það er eitthvað gert. Það er verið að tala um harðan kjarasamningavetur. Fjármálaráðherra talar mikið um verðbólgu. Ég hef líka áhyggjur af verðbólgu en ég veit hvaðan hún kemur. Hún kemur frá íbúðamarkaðnum. Þetta eru eignarverðshækkanir og besta leiðin til að draga úr þessari launaþrýstingspressu sem mun óneitanlega koma er að setja meira fjármagn í úrræði í húsnæðismálum," sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir koma báðar með reynslu úr atvinnulífinu inn á þing fyrir Samfylkinguna annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar.Vísir/Vilhelm Guðrún sagði líka nauðsynlegt að gera skynsama kjarasamninga. Of miklar launahækkanir þrýstu einnig á verðbólguna. „Kristrúnu er svo oft tíðrætt um að húsnæðisverðið ýti á verðbólguna. Áhrifaþættir í húsnæðisverði eru fyrst og síðast nafnlaun og svo fjármagnskostnaður. Hér er alltaf verið að gagnrýna Seðlabankann fyrir að hækka vexti. Hvað er Seðlabankinn að gera? Hann er ekki að gera neitt annað en reyna að ná tökum á verðbólgunni. Sem er einmitt það sem Kristrún talar mikið um að við þurfum að gera,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Hér má horfa á Pallborðið í heild sinni.
Pallborðið Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18