Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2021 19:20 Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. Þingið er í nokkurri tímapressu að ljúka þremur umræðum um fjárlagafrumvarpið enda bara þrjár vikur til jóla. Það er kannski ástæða þess að nýr formaður fjárlaganefndar sendi frumvarpið til umsagnar úti í þjóðfélaginu áður en umræðan hófst og áður en fjárlaganefnd hafði komið saman, sem hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag. Þingmenn fóru hver á fætur öðrum í ræðustól og gagnrýndu þessi vinnubröð og lásu ýmislegt í þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði stjórnarflokkana vera að bregðast við því að stjórnarandstaðan hafi ekki viljað semja um lengd umræðunnar um fjárlagafrumvarpið. Halldóra Mogensen telur ríkisstjórnina hafa verið að reyna að stytta afgreiðslutíma fjárlaga með því að senda fjárlagafrumvarpið út til umsagnar áður en það kom til fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Það er verið að grafa undan aðhaldsgetu stjórnarandstöðunnar. Það er verið að grafa undan þingræðinu með skrefum. Mér finnst að forseti eigi að taka þetta fyrir og biðja formann fjárlaganefndar að koma hinað sérstaklega upp og gera grein fyrir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Halldóra og beindi orðum sínum til Birgis Ármannssonar forseta Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður fjárlaganefndar sagði þetta ekki hafa verið gert með annarleg sjónarmið í huga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nýkjörin formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla nú bara að biðjast afsökunar á þessum mistökum mínum sem formanns fjárlaganefndar. Ég tek það á mig. Mér var tjáð að þetta hefði verið venja og hefði verið í áratugi með umsagnarferli fjárlaganefndar. Síðan hefði það verið tekið fyrir á fyrsta fundi hennar hvort bæta ætti við og svo framvegis,“ sagði Bjarkey. Ítrekaði afsökunarbeiðni sína Halldóra gaf ekki mikið fyrir þessi svör formanns fjárlaganefndar. „Þau eru hrædd um það að þau séu að brenna inni á tíma með fjárlagafrumvarpið. Þannig virkar þessi leikur. Þess vegna er þetta gert og ég tek þessa afsökunarbeiðni alls ekki gilda,“ sagði Halldóra. Fleiri stjórnarandstöðuþingmenn tóku undir þetta þótt aðrir væru einnig reiðubúnir að fyrirgefa formanninum þessa yfirsjón. Eftir all nokkrar ræður kom formaðurinn aftur í ræðustól. „Alveg eins og hér hefur komið fram, þetta er vond venja hafi hún verið venja. Ég tek það algerlega til mín að þetta er ekki gott start á nefndarstörfunum. Og eins og ég segi ég get ekki gert annað en beðist afsökunar. Ég vona að í framhaldinu eigum við gott samstarf í fjárlaganefnd og ég trúi því og treysti,“ sagði Bjarkey Olsen. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið mun standa fram á kvöld og verður framhaldið á Alþingi á morgun. Það gæti því hugsanlega komist til nefndar fyrir helgi. Tvær vonarstjönur tókust á í Pallborðinu En við fengum einnig tvær kjarnakonur sem komu nýjar inn á þing í haust í beina útsendingu í Pallborðnu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þar tókust þær Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á um framtíðarsýn stjórnvalda, aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra á ýmsum sviðum, eins og í húsnæðismálum. Kristrún sagði nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til langtímaaðgerða í húsnæðismálum. „Þannig að það þyrfti ekki alltaf allt að fara í bál og brand áður en það er eitthvað gert. Það er verið að tala um harðan kjarasamningavetur. Fjármálaráðherra talar mikið um verðbólgu. Ég hef líka áhyggjur af verðbólgu en ég veit hvaðan hún kemur. Hún kemur frá íbúðamarkaðnum. Þetta eru eignarverðshækkanir og besta leiðin til að draga úr þessari launaþrýstingspressu sem mun óneitanlega koma er að setja meira fjármagn í úrræði í húsnæðismálum," sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir koma báðar með reynslu úr atvinnulífinu inn á þing fyrir Samfylkinguna annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar.Vísir/Vilhelm Guðrún sagði líka nauðsynlegt að gera skynsama kjarasamninga. Of miklar launahækkanir þrýstu einnig á verðbólguna. „Kristrúnu er svo oft tíðrætt um að húsnæðisverðið ýti á verðbólguna. Áhrifaþættir í húsnæðisverði eru fyrst og síðast nafnlaun og svo fjármagnskostnaður. Hér er alltaf verið að gagnrýna Seðlabankann fyrir að hækka vexti. Hvað er Seðlabankinn að gera? Hann er ekki að gera neitt annað en reyna að ná tökum á verðbólgunni. Sem er einmitt það sem Kristrún talar mikið um að við þurfum að gera,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Hér má horfa á Pallborðið í heild sinni. Pallborðið Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Þingið er í nokkurri tímapressu að ljúka þremur umræðum um fjárlagafrumvarpið enda bara þrjár vikur til jóla. Það er kannski ástæða þess að nýr formaður fjárlaganefndar sendi frumvarpið til umsagnar úti í þjóðfélaginu áður en umræðan hófst og áður en fjárlaganefnd hafði komið saman, sem hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag. Þingmenn fóru hver á fætur öðrum í ræðustól og gagnrýndu þessi vinnubröð og lásu ýmislegt í þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði stjórnarflokkana vera að bregðast við því að stjórnarandstaðan hafi ekki viljað semja um lengd umræðunnar um fjárlagafrumvarpið. Halldóra Mogensen telur ríkisstjórnina hafa verið að reyna að stytta afgreiðslutíma fjárlaga með því að senda fjárlagafrumvarpið út til umsagnar áður en það kom til fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Það er verið að grafa undan aðhaldsgetu stjórnarandstöðunnar. Það er verið að grafa undan þingræðinu með skrefum. Mér finnst að forseti eigi að taka þetta fyrir og biðja formann fjárlaganefndar að koma hinað sérstaklega upp og gera grein fyrir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Halldóra og beindi orðum sínum til Birgis Ármannssonar forseta Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýkjörinn formaður fjárlaganefndar sagði þetta ekki hafa verið gert með annarleg sjónarmið í huga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nýkjörin formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla nú bara að biðjast afsökunar á þessum mistökum mínum sem formanns fjárlaganefndar. Ég tek það á mig. Mér var tjáð að þetta hefði verið venja og hefði verið í áratugi með umsagnarferli fjárlaganefndar. Síðan hefði það verið tekið fyrir á fyrsta fundi hennar hvort bæta ætti við og svo framvegis,“ sagði Bjarkey. Ítrekaði afsökunarbeiðni sína Halldóra gaf ekki mikið fyrir þessi svör formanns fjárlaganefndar. „Þau eru hrædd um það að þau séu að brenna inni á tíma með fjárlagafrumvarpið. Þannig virkar þessi leikur. Þess vegna er þetta gert og ég tek þessa afsökunarbeiðni alls ekki gilda,“ sagði Halldóra. Fleiri stjórnarandstöðuþingmenn tóku undir þetta þótt aðrir væru einnig reiðubúnir að fyrirgefa formanninum þessa yfirsjón. Eftir all nokkrar ræður kom formaðurinn aftur í ræðustól. „Alveg eins og hér hefur komið fram, þetta er vond venja hafi hún verið venja. Ég tek það algerlega til mín að þetta er ekki gott start á nefndarstörfunum. Og eins og ég segi ég get ekki gert annað en beðist afsökunar. Ég vona að í framhaldinu eigum við gott samstarf í fjárlaganefnd og ég trúi því og treysti,“ sagði Bjarkey Olsen. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið mun standa fram á kvöld og verður framhaldið á Alþingi á morgun. Það gæti því hugsanlega komist til nefndar fyrir helgi. Tvær vonarstjönur tókust á í Pallborðinu En við fengum einnig tvær kjarnakonur sem komu nýjar inn á þing í haust í beina útsendingu í Pallborðnu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þar tókust þær Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á um framtíðarsýn stjórnvalda, aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra á ýmsum sviðum, eins og í húsnæðismálum. Kristrún sagði nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til langtímaaðgerða í húsnæðismálum. „Þannig að það þyrfti ekki alltaf allt að fara í bál og brand áður en það er eitthvað gert. Það er verið að tala um harðan kjarasamningavetur. Fjármálaráðherra talar mikið um verðbólgu. Ég hef líka áhyggjur af verðbólgu en ég veit hvaðan hún kemur. Hún kemur frá íbúðamarkaðnum. Þetta eru eignarverðshækkanir og besta leiðin til að draga úr þessari launaþrýstingspressu sem mun óneitanlega koma er að setja meira fjármagn í úrræði í húsnæðismálum," sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir koma báðar með reynslu úr atvinnulífinu inn á þing fyrir Samfylkinguna annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar.Vísir/Vilhelm Guðrún sagði líka nauðsynlegt að gera skynsama kjarasamninga. Of miklar launahækkanir þrýstu einnig á verðbólguna. „Kristrúnu er svo oft tíðrætt um að húsnæðisverðið ýti á verðbólguna. Áhrifaþættir í húsnæðisverði eru fyrst og síðast nafnlaun og svo fjármagnskostnaður. Hér er alltaf verið að gagnrýna Seðlabankann fyrir að hækka vexti. Hvað er Seðlabankinn að gera? Hann er ekki að gera neitt annað en reyna að ná tökum á verðbólgunni. Sem er einmitt það sem Kristrún talar mikið um að við þurfum að gera,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Hér má horfa á Pallborðið í heild sinni.
Pallborðið Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18