Bretar herða reglurnar vegna omíkron Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 22:14 Bretar hafa hert ferðatakmarkanir vegna omíkron-afbrigðisins. Hollie Adams/Getty Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira