Juan Cuadrado kom Juvetnus yfir snemma leiks gegn Genoa, staðan 1-0 í hálfleik. Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna undir lok leiks og lauk leiknum með 2-0 sigri Juventus.
Liðið lyftir sér þar með upp í 5. sæti deildarinnar með 27 stig, 11 stigum minna en topplið AC Milan.
Bjarki Steinn Bjarkason sat á bekknum hjá Venezia er liðið komst 3-0 yfir gegn Verona þökk sé mörkum Pietro Ceccaroni, Domen Crnigoj og Thomas Henry.
Í síðari hálfleik bitu gestirnir frá sér. Henry skoraði sjálfsmark og Ceccaroni fékk rautt spjald áður en Gianluca Caprari minnkaði muninn í 3-2. Hinn sjóðandi heiti Giovanni Simeone skoraði svo tvívegis og tryggði Verona 4-3 sigur.
Mikið var skorað á Ítalíu í dag en Fiorentina vann Bologna 3-2, Lazio vann Sampdoria 3-1 og þá gerðu Spezia og Sassuolo 2-2 jafntefli.