Þar ræðum við líka við fullbólusetta konu sem hefur greinst tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Og meira af kórónuveirunni en sóttvarnalæknir leggur ekki til hertar samkomutakmarkanir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Framhaldið skýrist að loknum ríkisstjórnarfundi um hádegisbil á morgun.
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem þarf að keyra án nagla í efri byggðum um hávetur hótar að segja starfi sínu lausu. Við ræðum við starfsmanninnn.
Svo var áhugaverð uppákoma í Borgarleikhúsinu um helgina þar sem Halldóra Geirharðsdóttir, í gervi Bubba Morthens, þurfti að láta leikhúsgest með læti heyra það til að friður fengist til að sýna leikritið Níu líf. Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir ólátum meðal áhorfenda í auknum mæli sem mögulega geti skrifast á suttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa í annað sinn á ferlinum.
Og Bjarni Benediktsson kemur við sögu í beinni útsendingu frá Ásmundarsal. Þó með öðrum og léttari hætti en í desember í fyrra.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.