Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 10. desember 2021 21:44 Birkir Blær stóð uppi sem sigurvegari Gudmund Svansson Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. „Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
Birkir Blær í sænska Idol Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira