Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 20:23 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. „Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
„Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48