Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 20:23 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. „Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48