Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 20:23 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. „Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
„Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48