Verkefni lögreglu fjölbreytt á Twitter-maraþon kvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:12 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti almenningi innsýn í störf sín á Twitter í nótt, þar sem hún tísti um hvert verkefni og tilkynningu sem henni barst. Talsvert var um að vera og voru verkefnin samtals 73. Töluvert var um ölvun og ofbeldi. „Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
„Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021
Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32
Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29