Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2021 14:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fráleitt að verða við kröfum Rússa varðandi veru herafla NATO í bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi. Íslendingar geti ekki skorast undan ef ákveðið verði að herða á viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46