„Ógeðslega pirraður og reiður“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 13:31 Hákon Daði Styrmisson var valinn í landsliðshópinn sem æfði á Íslandi í vetur. vísir/vilhelm „Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar. Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar.
Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira