Þroskaðist mikið við að verða faðir og nær allt gekk upp á liðnu tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 11:00 Viðar Ari Jónsson er eðlilega ánægður með nýafstaðið tímabil í Noregi. Sandefjord Viðar Ari Jónsson átti sitt besta tímabil á ferlinum í ár er hann fór á kostum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins var ágætt en Viðar Ari fór mikinn á hægri vængnum og gat vart hætt að skora. Viðar Ari segir börnin sín tvö hafa spilað stóran þátt í góðu gengi sínu innan vallar og þó hann líki Sandefjord við paradís ætlar hann að skoða markaðinn í janúar enda samningur hans runninn út og flest lið séu að leita sér að leikmönnum sem geti þanið netmöskvana nokkuð reglulega. „Ég myndi segja að þetta væri nánast fullkomið, frekar lítil en krúttleg borg. Það er svo sem ekkert brjálað líf þarna en fyrir nýbakaðan fjölskyldufaðir – og unga fjölskyldu – er þetta frábært. Veðrið hefur einnig leikið við okkur, fór upp í 28 eða 29 gráður síðasta sumar. Held að Sandefjord sé sólríkasta borg Noregs undanfarin fimm ár,“ sagði Viðar Ari um Sandefjord, 65 þúsund manna borg rétt fyrir utan Ósló. „Þegar við fáum gesti er samt alltaf tekin dagsferð til Ósló. Þetta er geggjuð staðsetning og í raun miklu skemmtilegra en Bergen þar sem ég var fyrst,“ bætti Viðar Ari við en hann gekk í raðir Brann árið 2017. Sandefjord er einkar huggulegur bær.VisitNorway Hinn 27 ára gamli Viðar Ari ræddi við Vísi fyrir skömmu, þá nýkominn heim í verðskuldað jólafrí eftir frábært tímabil með Sandefjord. „Tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ Þó Sandefjord hafi endað í 10. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni með 36 stig, tíu stigum frá fallsæti, segir Viðar Ari tímabilið hafa verið mjög gott þar sem nær allir miðlar landsins spáðu liðinu niður „með 0 stig.“ Sandefjord endaði hins vegar með jafn mörg stig og liðið í 9. sæti, Íslendingalið Strømsgodset, og aðeins þremur stigum á eftir Sarpsborg 08 sem endaði í 8. sæti. „Við misstum of mikið af leikjum niður í jafntefli eða tap, fengum á okkur mörk undir lok leikja. Hefðum átt að vera ofar ef þú spyrð mig en fyrir klúbbinn og liðið á pappír þá var 10. sæti mjög fín niðurstaða. Fínasti árangur raunar þar sem allir spáðu okkur niður með 0 stig, tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ „Ég hafði gott af því að eignast þessi börn.“ Viðari Ari og Arna Jónsdóttir eiga nú tvö börn saman.Facebook/Viðar Ari Alls tók Viðar Ari þátt í 28 af 30 deildarleikjum Sandefjord á tímabilinu. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 11 mörk og jafnaði þar með markamet liðsins í efstu deild. Þá lagði hann einnig upp fimm mörk. Viðar Ari fer ekkert í grafgötur með að tímabilið hafi verið hans besta til þessa á ferlinum. „Ég held bara að það hafi örugglega 99 af 100 prósent gengið upp. Mitt besta tímabil í fótbolta á ferlinum til þessa. Það hljómar eins og klisja en ég hafði gott af því að eignast þessi börn, finnst ég sjálfur hafa þroskast mikið. Að verða pabbi hefur 100 prósent hjálpað mér innan vallar, þetta helst allt í hendur.“ „Ef ég hefði eitt rétt svar, ég veit það ekki. Það small bara allt hjá mér. Það fóru margir frá liðinu fyrir tímabilið og það var mikið af breytingum. Hlutverkið mitt varð í kjölfarið mun stærra en áður þar sem við misstum mikið af leikmönnum.“ „Ég náði að stíga upp frá síðasta tímabili þar sem ég skoraði aðeins tvö mörk. Skoraði alls 13 mörk í ár, 11 í deild og tvö í bikar. Þegar maður komst á bragðið þá féll þetta fyrir mann, skoraði í 2-3 leikjum í röð og vildi í kjölfarið meira.“ Viðar Ari ber Hans Erik Ødegaard, þjálfara liðsins, vel söguna. „Við fengum nýjan þjálfara, frá Noregi. Hann kom inn með allt aðrar áherslur og það hentaði mér mun betur en það sem við vorum að gera áður. Spiluðum opnari fótbolta eftir að hafa verið mjög varnarsinnaðir þar á undan. Skein í raun í gegn hvað þetta virkaði vel, sérstaklega fyrir mig.“ Viðar Ari fagnar einu marka sinna á leiktíðinni.Sandefjord „Ég leysti nokkra leiki í bakverði út af meiðslum og leikbönnum en var annars á kantinum nær allt tímabilið. Ég get leyst bakvörðinn nokkuð vel en myndi segja að mín aðalstaða í dag væri á vængnum. Það er ekkert verið að flækja þetta, hægri fótur á hægri kanti. Er hvort eð er hálftýndur þarna vinstra megin,“ sagði Viðar Ari að endingu og hló. Síðari hluti viðtalsins við Viðar Ara birtist á morgun. Þar fer hann yfir samningsmál sín en hann er í dag að skoða markaðinn eftir að samningur hans hjá Sandefjord rann út. Þá ræðir hann stöðu sína hjá íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað landsleik síðan í upphafi árs 2018. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Viðar Ari segir börnin sín tvö hafa spilað stóran þátt í góðu gengi sínu innan vallar og þó hann líki Sandefjord við paradís ætlar hann að skoða markaðinn í janúar enda samningur hans runninn út og flest lið séu að leita sér að leikmönnum sem geti þanið netmöskvana nokkuð reglulega. „Ég myndi segja að þetta væri nánast fullkomið, frekar lítil en krúttleg borg. Það er svo sem ekkert brjálað líf þarna en fyrir nýbakaðan fjölskyldufaðir – og unga fjölskyldu – er þetta frábært. Veðrið hefur einnig leikið við okkur, fór upp í 28 eða 29 gráður síðasta sumar. Held að Sandefjord sé sólríkasta borg Noregs undanfarin fimm ár,“ sagði Viðar Ari um Sandefjord, 65 þúsund manna borg rétt fyrir utan Ósló. „Þegar við fáum gesti er samt alltaf tekin dagsferð til Ósló. Þetta er geggjuð staðsetning og í raun miklu skemmtilegra en Bergen þar sem ég var fyrst,“ bætti Viðar Ari við en hann gekk í raðir Brann árið 2017. Sandefjord er einkar huggulegur bær.VisitNorway Hinn 27 ára gamli Viðar Ari ræddi við Vísi fyrir skömmu, þá nýkominn heim í verðskuldað jólafrí eftir frábært tímabil með Sandefjord. „Tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ Þó Sandefjord hafi endað í 10. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni með 36 stig, tíu stigum frá fallsæti, segir Viðar Ari tímabilið hafa verið mjög gott þar sem nær allir miðlar landsins spáðu liðinu niður „með 0 stig.“ Sandefjord endaði hins vegar með jafn mörg stig og liðið í 9. sæti, Íslendingalið Strømsgodset, og aðeins þremur stigum á eftir Sarpsborg 08 sem endaði í 8. sæti. „Við misstum of mikið af leikjum niður í jafntefli eða tap, fengum á okkur mörk undir lok leikja. Hefðum átt að vera ofar ef þú spyrð mig en fyrir klúbbinn og liðið á pappír þá var 10. sæti mjög fín niðurstaða. Fínasti árangur raunar þar sem allir spáðu okkur niður með 0 stig, tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ „Ég hafði gott af því að eignast þessi börn.“ Viðari Ari og Arna Jónsdóttir eiga nú tvö börn saman.Facebook/Viðar Ari Alls tók Viðar Ari þátt í 28 af 30 deildarleikjum Sandefjord á tímabilinu. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 11 mörk og jafnaði þar með markamet liðsins í efstu deild. Þá lagði hann einnig upp fimm mörk. Viðar Ari fer ekkert í grafgötur með að tímabilið hafi verið hans besta til þessa á ferlinum. „Ég held bara að það hafi örugglega 99 af 100 prósent gengið upp. Mitt besta tímabil í fótbolta á ferlinum til þessa. Það hljómar eins og klisja en ég hafði gott af því að eignast þessi börn, finnst ég sjálfur hafa þroskast mikið. Að verða pabbi hefur 100 prósent hjálpað mér innan vallar, þetta helst allt í hendur.“ „Ef ég hefði eitt rétt svar, ég veit það ekki. Það small bara allt hjá mér. Það fóru margir frá liðinu fyrir tímabilið og það var mikið af breytingum. Hlutverkið mitt varð í kjölfarið mun stærra en áður þar sem við misstum mikið af leikmönnum.“ „Ég náði að stíga upp frá síðasta tímabili þar sem ég skoraði aðeins tvö mörk. Skoraði alls 13 mörk í ár, 11 í deild og tvö í bikar. Þegar maður komst á bragðið þá féll þetta fyrir mann, skoraði í 2-3 leikjum í röð og vildi í kjölfarið meira.“ Viðar Ari ber Hans Erik Ødegaard, þjálfara liðsins, vel söguna. „Við fengum nýjan þjálfara, frá Noregi. Hann kom inn með allt aðrar áherslur og það hentaði mér mun betur en það sem við vorum að gera áður. Spiluðum opnari fótbolta eftir að hafa verið mjög varnarsinnaðir þar á undan. Skein í raun í gegn hvað þetta virkaði vel, sérstaklega fyrir mig.“ Viðar Ari fagnar einu marka sinna á leiktíðinni.Sandefjord „Ég leysti nokkra leiki í bakverði út af meiðslum og leikbönnum en var annars á kantinum nær allt tímabilið. Ég get leyst bakvörðinn nokkuð vel en myndi segja að mín aðalstaða í dag væri á vængnum. Það er ekkert verið að flækja þetta, hægri fótur á hægri kanti. Er hvort eð er hálftýndur þarna vinstra megin,“ sagði Viðar Ari að endingu og hló. Síðari hluti viðtalsins við Viðar Ara birtist á morgun. Þar fer hann yfir samningsmál sín en hann er í dag að skoða markaðinn eftir að samningur hans hjá Sandefjord rann út. Þá ræðir hann stöðu sína hjá íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað landsleik síðan í upphafi árs 2018.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“