Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Eiður Þór Árnason skrifar 24. desember 2021 00:52 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hagnaðist vel á sölu fyrirtækis síns til Twitter. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land. Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land.
Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58