„Setti mér það markmið mjög snemma að þjálfa í Danmörku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2021 08:01 Freyr fagnar ásamt leikmönnum sínum. Facebook/Lyngby Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þrátt fyrir ungan aldur áorkað miklu hér á landi sem og erlendis. Hann þakkar konu sinni, Erlu Súsönnu Þórisdóttur, fyrir skilninginn og segist hafa verið að undirbúa sig fyrir starf í Danmörku síðan snemma á þessari öld. Freyr ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Eftir langt og gott spjall um heima og geima var loks komið að því að ræða stað og stund, veru Freys hjá Lyngby. „Þetta er samblanda af nokkrum hlutum. Ég setti mér það markmið mjög snemma að þjálfa í Danmörku. Konan mín (Erla Súsanna Þórisdóttir) segir að ég hafi nefnt þetta fyrst árið 2004. Síðan þá hef ég leynt og ljóst verið að undirbúa mig fyrir starf í Danmörku, hef fylgst með dönskum fótbolta og haldið tungumálinu við,“ sagði Freyr aðspurður hvernig stæði á því að hann væri búinn að þjálfa í bæði Katar og Danmörku fyrir fertugsafmælið sitt. „Minnir að ég hafi reynt að troða mér með.“ Freyr er duglegur að þakka því fólki sem hefur hjálpað honum á ferlinum og ber hann Ólafi Kristjánssyni einkar vel söguna. „Minnir að ég hafi reynt að troða mér með þegar hann var að fara til Randers á sínum tíma. Hann hefur einnig verið fyrirmynd varðandi hvernig hann hefur tæklað hlutina hér, bæði í meðvind sem og mótvind. Svo hefur hann skilið eftir sig góða slóð sem Íslendingur í Danmörku. Það hjálpar ekki bara mér heldur öllum öðrum og ég reyni að gera slíkt hið sama núna“ Freyr var nýmættur til Íslands eftir veru sína í Katar þegar Lyngby starfið kom upp í hendurnar á honum. Hann var að vinna á Stöð 2 Sport í kringum EM síðasta sumar en fljótt skipast veður í lofti og allt það. „Það voru margir óvissu þættir þegar ég tek við. Í fyrsta lagi var ferlið rosalega hratt, sá sem var þjálfari á undan mér var keyptur til Vejle og starfið hjá Lyngby losnar. Ég er með umboðsstofu á þessum tíma sem hefur góða tengingu innan Danmerkur og þeir hringja í mig og athuga hvort ég vilji hefja viðræður við Lyngby.“ Eftir að hafa fylgst vel með dönskum fótbolta vissi Freyr svona að mestu hvað Lyngby stendur fyrir. Þá skemmdi ekki fyrir að Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Félagið á ekki mikið af peningum en er með geggjaða akademíu og mjög skýra stefnu. Það var það sem þeir seldu mér, mannauðinn og fyrir hvað við stöndum - mér fannst það ótrúlega spennandi.“ „Skildi konuna eftir með þrjú börn, nýkomin heim með ferðatöskurnar frá Katar.“ „Ég kynnti mínar hugmyndir, fyrir hvað ég stend, hvernig ég vill að liðið mitt standi inn á vellinum, hvernig ég þjálfa og hvernig ég vinn með manneskjum. Það passaði við þeirra hugmyndir og út fór ég.“ „Ég kom heim eftir viðræðurnar í tvo daga og svo var ég farinn. Skildi konuna eftir með þrjú börn, nýkomin heim til Íslands frá Katar. Hún fékk það hlutverk að sjá um allt heima, hún er ótrúleg. Svo komum þau þremur eða fjórum vikum á eftir mér,“ sagði Freyr þakklátur. Freyr sagði einnig að hann hefði sett þá skilmála að félagið þyrfti að hjálpa sér og fjölskyldu sinni að koma sér fyrir. Hann nefndi að viðvera hans hjá Lyngby væru tæpir 14 tímar á dag, sérstaklega eftir að hann var nýtekinn við, og því þyrfti aðstoð við að koma öllu í réttan farveg. Freyr var með tæplega 12-14 tíma viðveru á æfingasvæði Lyngby eftir að hann tók við.Facebook/Lyngby „Er svo sannarlega ekki með neina snáka hér.“ Freyr fékk ekki að taka sína eigin aðstoðarmenn með til Lyngby. Það var í raun stærsta hindrunin í viðræðum hans og Lyngby. Hann ákvað þó að taka sénsinn án þess að þekkja þjálfarateymi félagsins. „Þetta eru allt strákar á mínum aldri, ég átti samtöl við þá og gerði þeim grein fyrir hver ég væri og fyrir hvað ég stæði. Reyndi einnig að lesa þá til að sjá hvort ég væri með snák í herberginu, það er það versta sem þú getur lent í. Ég er svo sannarlega ekki með neina snáka hér, er heppinn að vera með faglega sterkt teymi og ótrúlega skemmtilegt umhverfi í þjálfaraherberginu.“ Lyngby spáð góðu gengi þrátt fyrir að vera með nýtt lið „Þegar ég mæti er liðið búið að missa alla byrjunarliðsmennina frá því í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð nema einn. Ég kem inn og við þurfum að sækja leikmenn úr akademíunni og leikmenn sem kosta ekki neitt. Við gerum það en förum frekar blint inn í tímabilið. Við vitum ekki hvar við stöndum.“ „Við settum okkur markmið sem hópur. Klúbburinn var tvístígandi í sínum skilaboðum varðandi hvert við ættum að stefna. Við gáfum í raun ekkert út en sjálfkrafa sem Lyngby Boldklub byrjuðu fjölmiðlar og aðrir að tala um að við ættum að fara upp. Það er allt í lagi en innanhúss settum við okkur það markmið að þegar jólafríið kæmi yrðum við ekki meira en fjórum stigum frá topp tveimur sætunum.“ „Við vildum einnig þróa leikstíl okkar og leggja áherslu á að þessi nýi hópur myndi búa til sterk bönd. Það hefur tekist gríðarleg vel ásamt stuðningsfólkinu. Nú erum við búnir að búa til beinagrind í kringum liðið, komnir með góðan leikstíl og getum byggt ofan á það. Við trúum að liðið geti barist um að fara upp.“ „Fyrir mig er þetta sérstakt, fyrir teymið er þetta bara fullkomlega eðlilegt,“ sagði Freyr um tvískiptingu mótsins en eftir tvöfalda umferð þar sem allir spila við alla fer efri hlutinn í úrslitakeppni þar sem efstu tvö liðin fara upp á meðan neðri hlutinn fer í eins fyrirkomulag þar sem neðstu liðin falla. „Frábær staður fyrir unga leikmenn til að vera á.“ „Af því að við erum lið sem selur leikmenn (e. selling club) þá veit ég að við erum með fjórar söluvörur í liðinu sem gætu allar farið í félagaskiptaglugganum sem er opinn frá 1. janúar til 1. febrúar. Eins og er erum við samt ekki með það markmið að sækja leikmenn í glugganum.“ „Það eru félög í deildinni sem munu kaupa fjóra til átta leikmenn í glugganum, ég veit það alveg. Þau félög eru ekki að fara selja marga leikmenn en við erum hins vegar alltaf að selja leikmenn. Sem er líka jákvætt, þetta er frábær staður fyrir unga leikmenn til að vera á.“ Aðspurður hvort Freyr vildi auglýsa það sérstaklega hversu góður klúbbur Lyngby væri fyrir unga leikmenn sem vilja góðan stökkpall þá hló hann bara og sagði „það gerist bara sjálfkrafa.“ „Samkeppni sem Sævar hefur aldrei fengið áður“ Tveir Breiðhyltingar, Freyr Alexanderson og Sævar Atli MagnússonLyngby „Hann hefur reynst okkur gríðarlega vel. Hann er með einstakt hugarfar og búinn að vera frábær á æfingasvæðinu. Tekið þátt í flestum leikjum þó hann hafi ekki byrjað marga. Er í samkeppni við Frederik Gytkjær sem er næst markahæstur í deildinni og er búinn að vera heill allan tímann. Það er samkeppni sem Sævar hefur aldrei fengið áður en mun bara ýta við honum og gera hann að betri leikmanni,“ sagði Freyr um Sævar Atla Magnússon, sóknarmanninn úr Breiðholti. „Sævar Atli er á þeim stað sem ég átti von á. Hann er búinn að bæta sig í ákveðnum þáttum og mun bæta sig meira. Undirbúningstímabilið í janúar og febrúar gríðarlega mikilvægt fyrir hann,“ bætti Freyr við. Freyr viðurkenndi að Lyngby væri með augu á íslenska markaðnum en það væri þó ekkert benti til þess að félagið myndi bjóða í leikmenn nú í janúar. „Kominn með miklu heilbrigðari vinnurútínu.“ Eftir drykklanga stund og mikið spjall var Freyr loks spurður að því hvernig lífið í Danmörku væri að fara með hann og hvernig sér liði svona almennt í Danaveldi. Freyr hefur haft góða ástæðu til að fagna á þessari leiktíð.Facebook/Lyngby „Það er annar ryðmi hérna sem er ótrúlega hollt fyrir mig. Ég er kominn með mun heilbrigðari vinnurútínu. Ég er með þetta íslenska element að ég er alltaf að á meðan Danir eru skipulagðari. Þar höfum við mæst vel, Íslendingurinn sem er rosalega góður að höndla og vinna í óreiðu og svo mínir menn í þjálfarateyminu sem eru ofboðslega góðir í að passa upp á að hlutirnir séu í föstum skorðum. Sú hlið varðandi vinnuna hefur verið frábær reynsla, mjög gott jafnvægi.“ „Okkur sem fjölskyldu líður mjög vel hérna í Danmörku. Skólakerfið er gott og börnunum okkar líður vel. Það er svolítið kalt, kaldara en mig minnti en sumarið er æðislegt. Okkur líður rosalega vel hérna og mér finnst – og hefur alltaf fundist – fótboltinn hérna geggjaður. Stemmningin í kringum hann er rosaleg.“ „Við erum með rosalega góðan kjarna stuðningsfólks, klárlega besta kjarnann í fyrstu deildinni. Við fáum að meðaltali þrjú þúsund manns á völlinn á leikdegi og öll upplifun í kringum leikdag hjá Lyngby er algjörlega geggjuð,“ sagði Freyr Alexandersson að endingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Hann þakkar konu sinni, Erlu Súsönnu Þórisdóttur, fyrir skilninginn og segist hafa verið að undirbúa sig fyrir starf í Danmörku síðan snemma á þessari öld. Freyr ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Eftir langt og gott spjall um heima og geima var loks komið að því að ræða stað og stund, veru Freys hjá Lyngby. „Þetta er samblanda af nokkrum hlutum. Ég setti mér það markmið mjög snemma að þjálfa í Danmörku. Konan mín (Erla Súsanna Þórisdóttir) segir að ég hafi nefnt þetta fyrst árið 2004. Síðan þá hef ég leynt og ljóst verið að undirbúa mig fyrir starf í Danmörku, hef fylgst með dönskum fótbolta og haldið tungumálinu við,“ sagði Freyr aðspurður hvernig stæði á því að hann væri búinn að þjálfa í bæði Katar og Danmörku fyrir fertugsafmælið sitt. „Minnir að ég hafi reynt að troða mér með.“ Freyr er duglegur að þakka því fólki sem hefur hjálpað honum á ferlinum og ber hann Ólafi Kristjánssyni einkar vel söguna. „Minnir að ég hafi reynt að troða mér með þegar hann var að fara til Randers á sínum tíma. Hann hefur einnig verið fyrirmynd varðandi hvernig hann hefur tæklað hlutina hér, bæði í meðvind sem og mótvind. Svo hefur hann skilið eftir sig góða slóð sem Íslendingur í Danmörku. Það hjálpar ekki bara mér heldur öllum öðrum og ég reyni að gera slíkt hið sama núna“ Freyr var nýmættur til Íslands eftir veru sína í Katar þegar Lyngby starfið kom upp í hendurnar á honum. Hann var að vinna á Stöð 2 Sport í kringum EM síðasta sumar en fljótt skipast veður í lofti og allt það. „Það voru margir óvissu þættir þegar ég tek við. Í fyrsta lagi var ferlið rosalega hratt, sá sem var þjálfari á undan mér var keyptur til Vejle og starfið hjá Lyngby losnar. Ég er með umboðsstofu á þessum tíma sem hefur góða tengingu innan Danmerkur og þeir hringja í mig og athuga hvort ég vilji hefja viðræður við Lyngby.“ Eftir að hafa fylgst vel með dönskum fótbolta vissi Freyr svona að mestu hvað Lyngby stendur fyrir. Þá skemmdi ekki fyrir að Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, var á sínum tíma þjálfari liðsins. „Félagið á ekki mikið af peningum en er með geggjaða akademíu og mjög skýra stefnu. Það var það sem þeir seldu mér, mannauðinn og fyrir hvað við stöndum - mér fannst það ótrúlega spennandi.“ „Skildi konuna eftir með þrjú börn, nýkomin heim með ferðatöskurnar frá Katar.“ „Ég kynnti mínar hugmyndir, fyrir hvað ég stend, hvernig ég vill að liðið mitt standi inn á vellinum, hvernig ég þjálfa og hvernig ég vinn með manneskjum. Það passaði við þeirra hugmyndir og út fór ég.“ „Ég kom heim eftir viðræðurnar í tvo daga og svo var ég farinn. Skildi konuna eftir með þrjú börn, nýkomin heim til Íslands frá Katar. Hún fékk það hlutverk að sjá um allt heima, hún er ótrúleg. Svo komum þau þremur eða fjórum vikum á eftir mér,“ sagði Freyr þakklátur. Freyr sagði einnig að hann hefði sett þá skilmála að félagið þyrfti að hjálpa sér og fjölskyldu sinni að koma sér fyrir. Hann nefndi að viðvera hans hjá Lyngby væru tæpir 14 tímar á dag, sérstaklega eftir að hann var nýtekinn við, og því þyrfti aðstoð við að koma öllu í réttan farveg. Freyr var með tæplega 12-14 tíma viðveru á æfingasvæði Lyngby eftir að hann tók við.Facebook/Lyngby „Er svo sannarlega ekki með neina snáka hér.“ Freyr fékk ekki að taka sína eigin aðstoðarmenn með til Lyngby. Það var í raun stærsta hindrunin í viðræðum hans og Lyngby. Hann ákvað þó að taka sénsinn án þess að þekkja þjálfarateymi félagsins. „Þetta eru allt strákar á mínum aldri, ég átti samtöl við þá og gerði þeim grein fyrir hver ég væri og fyrir hvað ég stæði. Reyndi einnig að lesa þá til að sjá hvort ég væri með snák í herberginu, það er það versta sem þú getur lent í. Ég er svo sannarlega ekki með neina snáka hér, er heppinn að vera með faglega sterkt teymi og ótrúlega skemmtilegt umhverfi í þjálfaraherberginu.“ Lyngby spáð góðu gengi þrátt fyrir að vera með nýtt lið „Þegar ég mæti er liðið búið að missa alla byrjunarliðsmennina frá því í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð nema einn. Ég kem inn og við þurfum að sækja leikmenn úr akademíunni og leikmenn sem kosta ekki neitt. Við gerum það en förum frekar blint inn í tímabilið. Við vitum ekki hvar við stöndum.“ „Við settum okkur markmið sem hópur. Klúbburinn var tvístígandi í sínum skilaboðum varðandi hvert við ættum að stefna. Við gáfum í raun ekkert út en sjálfkrafa sem Lyngby Boldklub byrjuðu fjölmiðlar og aðrir að tala um að við ættum að fara upp. Það er allt í lagi en innanhúss settum við okkur það markmið að þegar jólafríið kæmi yrðum við ekki meira en fjórum stigum frá topp tveimur sætunum.“ „Við vildum einnig þróa leikstíl okkar og leggja áherslu á að þessi nýi hópur myndi búa til sterk bönd. Það hefur tekist gríðarleg vel ásamt stuðningsfólkinu. Nú erum við búnir að búa til beinagrind í kringum liðið, komnir með góðan leikstíl og getum byggt ofan á það. Við trúum að liðið geti barist um að fara upp.“ „Fyrir mig er þetta sérstakt, fyrir teymið er þetta bara fullkomlega eðlilegt,“ sagði Freyr um tvískiptingu mótsins en eftir tvöfalda umferð þar sem allir spila við alla fer efri hlutinn í úrslitakeppni þar sem efstu tvö liðin fara upp á meðan neðri hlutinn fer í eins fyrirkomulag þar sem neðstu liðin falla. „Frábær staður fyrir unga leikmenn til að vera á.“ „Af því að við erum lið sem selur leikmenn (e. selling club) þá veit ég að við erum með fjórar söluvörur í liðinu sem gætu allar farið í félagaskiptaglugganum sem er opinn frá 1. janúar til 1. febrúar. Eins og er erum við samt ekki með það markmið að sækja leikmenn í glugganum.“ „Það eru félög í deildinni sem munu kaupa fjóra til átta leikmenn í glugganum, ég veit það alveg. Þau félög eru ekki að fara selja marga leikmenn en við erum hins vegar alltaf að selja leikmenn. Sem er líka jákvætt, þetta er frábær staður fyrir unga leikmenn til að vera á.“ Aðspurður hvort Freyr vildi auglýsa það sérstaklega hversu góður klúbbur Lyngby væri fyrir unga leikmenn sem vilja góðan stökkpall þá hló hann bara og sagði „það gerist bara sjálfkrafa.“ „Samkeppni sem Sævar hefur aldrei fengið áður“ Tveir Breiðhyltingar, Freyr Alexanderson og Sævar Atli MagnússonLyngby „Hann hefur reynst okkur gríðarlega vel. Hann er með einstakt hugarfar og búinn að vera frábær á æfingasvæðinu. Tekið þátt í flestum leikjum þó hann hafi ekki byrjað marga. Er í samkeppni við Frederik Gytkjær sem er næst markahæstur í deildinni og er búinn að vera heill allan tímann. Það er samkeppni sem Sævar hefur aldrei fengið áður en mun bara ýta við honum og gera hann að betri leikmanni,“ sagði Freyr um Sævar Atla Magnússon, sóknarmanninn úr Breiðholti. „Sævar Atli er á þeim stað sem ég átti von á. Hann er búinn að bæta sig í ákveðnum þáttum og mun bæta sig meira. Undirbúningstímabilið í janúar og febrúar gríðarlega mikilvægt fyrir hann,“ bætti Freyr við. Freyr viðurkenndi að Lyngby væri með augu á íslenska markaðnum en það væri þó ekkert benti til þess að félagið myndi bjóða í leikmenn nú í janúar. „Kominn með miklu heilbrigðari vinnurútínu.“ Eftir drykklanga stund og mikið spjall var Freyr loks spurður að því hvernig lífið í Danmörku væri að fara með hann og hvernig sér liði svona almennt í Danaveldi. Freyr hefur haft góða ástæðu til að fagna á þessari leiktíð.Facebook/Lyngby „Það er annar ryðmi hérna sem er ótrúlega hollt fyrir mig. Ég er kominn með mun heilbrigðari vinnurútínu. Ég er með þetta íslenska element að ég er alltaf að á meðan Danir eru skipulagðari. Þar höfum við mæst vel, Íslendingurinn sem er rosalega góður að höndla og vinna í óreiðu og svo mínir menn í þjálfarateyminu sem eru ofboðslega góðir í að passa upp á að hlutirnir séu í föstum skorðum. Sú hlið varðandi vinnuna hefur verið frábær reynsla, mjög gott jafnvægi.“ „Okkur sem fjölskyldu líður mjög vel hérna í Danmörku. Skólakerfið er gott og börnunum okkar líður vel. Það er svolítið kalt, kaldara en mig minnti en sumarið er æðislegt. Okkur líður rosalega vel hérna og mér finnst – og hefur alltaf fundist – fótboltinn hérna geggjaður. Stemmningin í kringum hann er rosaleg.“ „Við erum með rosalega góðan kjarna stuðningsfólks, klárlega besta kjarnann í fyrstu deildinni. Við fáum að meðaltali þrjú þúsund manns á völlinn á leikdegi og öll upplifun í kringum leikdag hjá Lyngby er algjörlega geggjuð,“ sagði Freyr Alexandersson að endingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti