Um er að ræða annan leikinn í röð sem er frestað hjá Úlfunum. Í dag hefði liðið átt að mæta Watford en vegna fjölda smita þar þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar samþykkt að fresta leiknum.
Í herbúðum Úlfanna er gríðarlegur fjöldi leikmanna á meiðslalistanum og þá hafa það margir leikmenn greinst smitaðir að liðið er ekki með nægilega stóran leikmannahóp til að mæta Arsenal eftir tvo daga.
Following a request from Wolves, the Premier League Board met today and agreed to postpone the club s away fixture against Arsenal, due to be played on Tuesday 28 December
— Premier League (@premierleague) December 26, 2021
Full statement: https://t.co/GzzMDk9fik #ARSWOL pic.twitter.com/qdR6lkWwh8
Arsenal vann þægilegan 5-0 sigur á Norwich City í dag en samt sem áður greindust þrír leikmenn með Covid-19 skömmu fyrir hann. Ekki hafa fleiri leikmenn greinst smitaðir í herbúðum liðsins en það breytir því ekki að leiknum hefur verið frestað.