Arnór á flöskuborði með Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 12:30 Kylian Mbappé var heiðraður sem knattspyrnumaður ársins á verðlaunahófi í Dúbaí í gærkvöld og virðist svo hafa hitt Arnór Sigurðsson í gleðskap síðar um kvöldið. Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson djammaði með einni skærustu íþróttastjörnum heims í Dúbaí í nótt. Arnór sagði stoltur frá því á Twitter í nótt að nú ætti hann það á ferilskránni að hafa deilt flöskuborði með kollega sínum úr knattspyrnuheiminum, Frakkanum Kylian Mbappé. Flöskuborð með Kylian Mbappe Vonandi áttuði líka gott kvöld.— Arnór Sigurðsson (@arnorsigurdsson) December 28, 2021 Hinn 22 ára gamli Arnór er nú í jólafríi en hann er leikmaður Venezia á Ítalíu og lék með liðinu í 3-1 tapinu gegn Lazio 22. desember, í síðasta leik fyrir jól. Næsti leikur liðsins er gegn Salernitana 6. janúar. Mbappé var í Dúbaí til að taka við verðlaunum sem besti knattspyrnumaður ársins á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. Kylian Mbappé of PSG and France crowned BEST MEN S PLAYER OF THE YEAR at Globe Soccer Awards 2021 @KMbappe @TikTokMENA @dubaisc #Mbappe #TikTok @equipedefrance @PSG_inside #globesoccer pic.twitter.com/25AquMns5O— Globe Soccer Awards (@Globe_Soccer) December 27, 2021 Mbappé, sem varð 23 ára rétt fyrir jól, er líkt og Arnór í jólafríi en næsti leikur PSG er 3. janúar. Mbappé er markahæstur hjá PSG á leiktíðinni með níu mörk í frönsku 1. deildinni, tvö mörk í bikarnum og fjögur í Meistaradeild Evrópu. Hann varð markakóngur í Frakklandi á síðustu leiktíð með 27 mörk í 31 leik. Arnór er hjá Venezia að láni frá CSKA Moskvu en hann er samningsbundinn rússneska félaginu til sumarsins 2024. Hann á að baki 16 A-landsleiki en var ekki í íslenska landsliðshópnum í síðustu tveimur verkefnum þess á árinu sem er að líða; leikjunum í undankeppni HM í október og nóvember. Fótbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Arnór sagði stoltur frá því á Twitter í nótt að nú ætti hann það á ferilskránni að hafa deilt flöskuborði með kollega sínum úr knattspyrnuheiminum, Frakkanum Kylian Mbappé. Flöskuborð með Kylian Mbappe Vonandi áttuði líka gott kvöld.— Arnór Sigurðsson (@arnorsigurdsson) December 28, 2021 Hinn 22 ára gamli Arnór er nú í jólafríi en hann er leikmaður Venezia á Ítalíu og lék með liðinu í 3-1 tapinu gegn Lazio 22. desember, í síðasta leik fyrir jól. Næsti leikur liðsins er gegn Salernitana 6. janúar. Mbappé var í Dúbaí til að taka við verðlaunum sem besti knattspyrnumaður ársins á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. Kylian Mbappé of PSG and France crowned BEST MEN S PLAYER OF THE YEAR at Globe Soccer Awards 2021 @KMbappe @TikTokMENA @dubaisc #Mbappe #TikTok @equipedefrance @PSG_inside #globesoccer pic.twitter.com/25AquMns5O— Globe Soccer Awards (@Globe_Soccer) December 27, 2021 Mbappé, sem varð 23 ára rétt fyrir jól, er líkt og Arnór í jólafríi en næsti leikur PSG er 3. janúar. Mbappé er markahæstur hjá PSG á leiktíðinni með níu mörk í frönsku 1. deildinni, tvö mörk í bikarnum og fjögur í Meistaradeild Evrópu. Hann varð markakóngur í Frakklandi á síðustu leiktíð með 27 mörk í 31 leik. Arnór er hjá Venezia að láni frá CSKA Moskvu en hann er samningsbundinn rússneska félaginu til sumarsins 2024. Hann á að baki 16 A-landsleiki en var ekki í íslenska landsliðshópnum í síðustu tveimur verkefnum þess á árinu sem er að líða; leikjunum í undankeppni HM í október og nóvember.
Fótbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira