Mbappé og Lewandowski ekki hrifnir af því að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 18:00 Robert Lewandowski er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Aurelien Meunier/Getty Images Kylian Mbappé, framherji Paris Saint-Germain, og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þeirri hugmynd að HM í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum. FIFA Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum.
FIFA Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira