„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. desember 2021 20:30 „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial. AP/AP Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin. Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin.
Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48