Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:30 Marjorie Taylor Greene sakar Twitter um ritskoðun og hlutdeild í „kommúnískri byltingu.“ AP/J. Scott Applewhite Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur. Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur.
Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent