Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 12:29 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. AP/Odelyn Joseph Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista. Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista.
Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07
Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51
Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11