Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:30 Stóri Ben lék sinn síðasta heimaleik í gær. Joe Sargent/Getty Images Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Sjá meira
Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Sjá meira