Umdeildur skopmyndateiknari Moggans hverfur á braut Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 17:03 Síðasta mynd Helga Sig í Morgunblaðinu birtist 14. desember 2021. Snurða hljóp á þráðinn í samstarfi teiknarans og ritstjórnar blaðsins því næst þegar Helgi sendi inn mynd var hann beðinn um að tóna verkið niður. Það reyndust hins vegar upphafið af endalokunum og Helgi hefur nú hætt af eigin frumkvæði. Helgi Sig. hefur starfað sem skopmyndateiknari Morgunblaðsins nú í rúman áratug. Teikningar hans hafa reynst afar umdeildar og nú hefur hann sagt gott og er hættur. Skopteikningar Helga hafa reynst afar umdeildar og hefur óþol gagnvart Helga og skopi hans aukist með árunum, ef eitthvað er. Ýmsir hafa viljað taka gráu gríni hans óstinnt upp, viljað skilja skilaboð sem þeir hafa lesið í myndirnar bókstaflega og vænt hann um hreint og klárt mannhatur og/eða að hann hafi verið einskonar framlenging, eða óritskoðuð útgáfa eða hinn illi skoðanatvífari ritstjórans Davíðs Oddssonar. Teikningarnar þóttu ríma grunsamlega oft við efni sem birtist í dálknum Staksteinum sem er stillt upp við hlið skopmyndar dagsins, efni sem er á ábyrgð ritstjóra. Gert að tóna teikningar sínar niður Helgi sjálfur hafnaði þeim kenningum alfarið í viðtali við Vísi sem birtist árið 2018 en þá hafði honum sem oftar tekist að ýfa fjaðrir. Og óvarlegt er að lesa neitt í það að þó Helgi sé hættur sé það fyrirboði þess að Davíð, sem fæddur er 1948, sé á förum. Það bíður betri tíma. Síðasta teikning Helga birtist 14. desember en þar fjallar Helgi um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Blaðamenn Kjarnans virðast hafa saknað skopteikninga hans því þeir fóru á stúfana og könnuð málið. Kjarninn greindi svo frá því nú í vikunni að Helgi hafi hætt að eigin frumkvæði en ástæðuna megi rekja til þess að nú í tvígang hafi teikningum hans verið sendar til baka og hann beðinn um að tóna sitt gráa grín niður. Sem bendir til þess að ritstjórnin sé orðin mædd á því að svara fyrir grínið. Helgi vildi ekkert tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði þetta komið gott og að hann þyrfti ekki á auknu kastljósi fjölmiðla að halda. Leita nú arftaka Helga Og ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um vægi skopmynda í fjölmiðlasögunni og nægir þar að nefna Jyllandspostmálið og umdeildar Múhameðsteikningar sem í því danska blaði birtust 2010 og svo hryðjuverkaárásirnar á hinar frönsku ristjórnarskrifstofur tímaritsins Charle Hebdo 7. janúar 2017. Sá staður þar sem teikningarnar Hafa hafa birst eiga sér merkan samastað í fjölmiðlasögunni en þar birtust hinar þekktu skopteikningar Sigmund – Sigmund Johanson Baldvinsen úr Eyjum – en svo mikil menningarverðmæti þóttu skopteikningar hans að ríkið keypti tíu þúsund teikningar hans árið 2004 með þeim fyrirheitum að þær yrðu gerðar aðgengilegar á netinu. Ívar er með teikningu dagsins í Mogganum. Eftir því sem Vísir kemst næst er það of mikið fyrir einn mann að rísa undir því að skila teikningu alla útgáfudaga og er blaðið því að leita að skopmyndateiknara til að teikna á móti Ívari. Eftir því sem Vísir veit best hafa stjórnvöld ekki boðið í teikningar Helga Sig. En í plássið teiknar nú Ívar Valgarðsson. Hann hefur teiknað í Moggann á móti Helga. Því fylgir álag að standa einn í því og má telja víst að blaðið sé á útkíkkinu eftir öðrum félaga fyrir Ívar. Þeir hafa í seinni tíð yfirleitt verið tveir teiknararnir, sem skipst hafa á, stundum þrír teiknararnir sem hafa skemmt lesendum Morgunblaðsins, en teikningarnar þær hafa fallið misvel í kramið – eins og gengur. Grín og gaman Fjölmiðlar Myndlist Vistaskipti Tengdar fréttir Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Skopteikningar Helga hafa reynst afar umdeildar og hefur óþol gagnvart Helga og skopi hans aukist með árunum, ef eitthvað er. Ýmsir hafa viljað taka gráu gríni hans óstinnt upp, viljað skilja skilaboð sem þeir hafa lesið í myndirnar bókstaflega og vænt hann um hreint og klárt mannhatur og/eða að hann hafi verið einskonar framlenging, eða óritskoðuð útgáfa eða hinn illi skoðanatvífari ritstjórans Davíðs Oddssonar. Teikningarnar þóttu ríma grunsamlega oft við efni sem birtist í dálknum Staksteinum sem er stillt upp við hlið skopmyndar dagsins, efni sem er á ábyrgð ritstjóra. Gert að tóna teikningar sínar niður Helgi sjálfur hafnaði þeim kenningum alfarið í viðtali við Vísi sem birtist árið 2018 en þá hafði honum sem oftar tekist að ýfa fjaðrir. Og óvarlegt er að lesa neitt í það að þó Helgi sé hættur sé það fyrirboði þess að Davíð, sem fæddur er 1948, sé á förum. Það bíður betri tíma. Síðasta teikning Helga birtist 14. desember en þar fjallar Helgi um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Blaðamenn Kjarnans virðast hafa saknað skopteikninga hans því þeir fóru á stúfana og könnuð málið. Kjarninn greindi svo frá því nú í vikunni að Helgi hafi hætt að eigin frumkvæði en ástæðuna megi rekja til þess að nú í tvígang hafi teikningum hans verið sendar til baka og hann beðinn um að tóna sitt gráa grín niður. Sem bendir til þess að ritstjórnin sé orðin mædd á því að svara fyrir grínið. Helgi vildi ekkert tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði þetta komið gott og að hann þyrfti ekki á auknu kastljósi fjölmiðla að halda. Leita nú arftaka Helga Og ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um vægi skopmynda í fjölmiðlasögunni og nægir þar að nefna Jyllandspostmálið og umdeildar Múhameðsteikningar sem í því danska blaði birtust 2010 og svo hryðjuverkaárásirnar á hinar frönsku ristjórnarskrifstofur tímaritsins Charle Hebdo 7. janúar 2017. Sá staður þar sem teikningarnar Hafa hafa birst eiga sér merkan samastað í fjölmiðlasögunni en þar birtust hinar þekktu skopteikningar Sigmund – Sigmund Johanson Baldvinsen úr Eyjum – en svo mikil menningarverðmæti þóttu skopteikningar hans að ríkið keypti tíu þúsund teikningar hans árið 2004 með þeim fyrirheitum að þær yrðu gerðar aðgengilegar á netinu. Ívar er með teikningu dagsins í Mogganum. Eftir því sem Vísir kemst næst er það of mikið fyrir einn mann að rísa undir því að skila teikningu alla útgáfudaga og er blaðið því að leita að skopmyndateiknara til að teikna á móti Ívari. Eftir því sem Vísir veit best hafa stjórnvöld ekki boðið í teikningar Helga Sig. En í plássið teiknar nú Ívar Valgarðsson. Hann hefur teiknað í Moggann á móti Helga. Því fylgir álag að standa einn í því og má telja víst að blaðið sé á útkíkkinu eftir öðrum félaga fyrir Ívar. Þeir hafa í seinni tíð yfirleitt verið tveir teiknararnir, sem skipst hafa á, stundum þrír teiknararnir sem hafa skemmt lesendum Morgunblaðsins, en teikningarnar þær hafa fallið misvel í kramið – eins og gengur.
Grín og gaman Fjölmiðlar Myndlist Vistaskipti Tengdar fréttir Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26