Innlent

926 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 10 þúsund eru nú í einangrun vegna Covid-19.
Rúmlega 10 þúsund eru nú í einangrun vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 

Þetta kemur fram á síðunni covid.is. 10.040 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.161 á föstudaginn þegar síðan var síðast uppfærð. 10.037 eru nú í sóttkví, en voru 8.084 á föstudag. 681 er nú í skimunarsóttkví.

Á vef Landspítalans sagði í morgun að 37 sjúklingar liggi nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 36 í gær. Sjö eru á gjörgæslu, sami fjöldi og í gær. Fjórir eru í öndunarvél.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 3.752, en var 3.405 á föstudaginn. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 485, samanborið við 360,0 á föstudaginn.

Alls hafa 40.037 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. 41 hefur látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Unnið er að uppfærslu á gröfunum á síðunni covid.is og verða þau næst uppfærð á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×