Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 07:30 Ja Morant fagnar körfu í sigri Memphis Grizzlies á móti Golden State Warriors í nótt. AP/Brandon Dill Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira