Umdeild launahækkun Björns Zoëga í kastljósi sænskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra. Karolinska Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði. Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16