Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 11:00 Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri RARIK. RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu RARIK. Fram undan er ráðningarferli til að finna nýjan forstjóra. Tryggvi Þór hefur starfað sem forstjóri RARIK í á nítjánda ár og þar á undan í ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækisins í yfir 23 ár meðal annars sem umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í 10 ár. Hann hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp 42 ár. Í bréfi til starfsmanna segir Tryggvi Þór að það hafi lengi verið skoðun hans að ekki sé heppilegt fyrir fyrirtæki að forsvarsmenn haldi starfi sínu allt þar til þeir neyðist til að hverfa úr því vegna aldurs. Þannig hverfi reynsla og þekking án þess að hún yfirfærist með eðlilegum hætti til eftirmanna. Heppilegra sé að víkja úr starfi stjórnanda fyrr, þótt áfram sé starfað hjá fyrirtækinu. „Ég hef í nokkurn tíma rætt þessa skoðun mína við stjórnarformann og stjórn RARIK og nú hefur orðið að samkomulagi að ég hætti í starfi forstjóra í lok marsmánaðar næstkomandi, en í þeim mánuði verð ég 66 ára,“ segir Tryggvi. „Ég veit að þessi ákvörðun kann að koma einhverjum á óvart og vissulega kallar þetta á breytingar, en þeim fylgja tækifæri. Tækifæri til að gera enn betur. Nýr forstjóri nýtur þess að hafa á bak við sig bæði frábært starfsfólk og samhenta stjórn og get ég því áhyggjulaus stigið til hliðar, þótt því fylgi bæði eftirsjá og ákveðin tilhlökkun. Mikilvægast er að þetta er að mínu mati heppilegast fyrir fyrirtækið.“ RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis. Vistaskipti Tímamót Orkumál Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu RARIK. Fram undan er ráðningarferli til að finna nýjan forstjóra. Tryggvi Þór hefur starfað sem forstjóri RARIK í á nítjánda ár og þar á undan í ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækisins í yfir 23 ár meðal annars sem umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í 10 ár. Hann hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp 42 ár. Í bréfi til starfsmanna segir Tryggvi Þór að það hafi lengi verið skoðun hans að ekki sé heppilegt fyrir fyrirtæki að forsvarsmenn haldi starfi sínu allt þar til þeir neyðist til að hverfa úr því vegna aldurs. Þannig hverfi reynsla og þekking án þess að hún yfirfærist með eðlilegum hætti til eftirmanna. Heppilegra sé að víkja úr starfi stjórnanda fyrr, þótt áfram sé starfað hjá fyrirtækinu. „Ég hef í nokkurn tíma rætt þessa skoðun mína við stjórnarformann og stjórn RARIK og nú hefur orðið að samkomulagi að ég hætti í starfi forstjóra í lok marsmánaðar næstkomandi, en í þeim mánuði verð ég 66 ára,“ segir Tryggvi. „Ég veit að þessi ákvörðun kann að koma einhverjum á óvart og vissulega kallar þetta á breytingar, en þeim fylgja tækifæri. Tækifæri til að gera enn betur. Nýr forstjóri nýtur þess að hafa á bak við sig bæði frábært starfsfólk og samhenta stjórn og get ég því áhyggjulaus stigið til hliðar, þótt því fylgi bæði eftirsjá og ákveðin tilhlökkun. Mikilvægast er að þetta er að mínu mati heppilegast fyrir fyrirtækið.“ RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.
RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.
Vistaskipti Tímamót Orkumál Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira