Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2022 14:07 Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi. RÚV Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður. „Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
„Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10
Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57