Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 08:28 Tekist var á um hvort að umræddur Porsche Cayenne væri gallaður eða ekki. Daniel Maurer/picture alliance via Getty Images) Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. Töluvert var fjallað um málið á sínum tíma eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir, í ágúst árið 2020. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún var þá framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla mátti að það hafi verið ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið á sínum tíma þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kvartað undan megnri ólykt Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar er vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár. Dómsmál Bílar Verslun Neytendur Tengdar fréttir Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Töluvert var fjallað um málið á sínum tíma eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir, í ágúst árið 2020. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún var þá framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla mátti að það hafi verið ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið á sínum tíma þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kvartað undan megnri ólykt Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar er vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár.
Dómsmál Bílar Verslun Neytendur Tengdar fréttir Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09
Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. 18. ágúst 2020 18:36